Færslur fyrir apríl, 2012

Sunnudagur 29.04 2012 - 17:44

Íslensk catastroika

Núverandi ríkisstjórnarflokkar lofuðu kjósendum sínum fyrir síðustu kosningar að færa stærstu auðlind þjóðarinnar, sjávarútveginn, frá völdum einkafyrirtækjum til alls almennings. Loforðin hljóðuðu upp á jafnan aðgang að auðlindinni og að þjóðin hefði fullt og óskorað vald yfir nýtingunni og afrakstrinum. Þetta hefur verið svikið með því frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi um stjórn fiskveiða. […]

Miðvikudagur 25.04 2012 - 04:34

Hver er bróðir minn

Reykjavík 25. apríl 2012 Til þingmanna Við undirrituð skorum á ykkur að sýna Grikkjum samkennd og setja saman þingsályktunartillögu um að Alþingi Íslendinga lýsi yfir stuðningi við grísku þjóðina sem líður fyrir aðför fjármálaaflanna. Það er löngu orðið tímabært að þjóðþingin í Evrópu bregðist við neyðarhrópum grísks almennings; neyð þjóðar sem stafar af aðgerðum fjármálakerfisins. […]

Föstudagur 20.04 2012 - 20:14

Skuldin og stjórnarksráin

Skuldin getur verið driffjöður áframhaldandi kreppu almenningi til skelfingar samtímis sem hún er auðlegð lánadrottna. Þess vegna er mikilvægt að skilgreina hverra hagsmuna á að gæta. Íslendingar og margar aðrar þjóðir hafa upplifað sérstaka tíma á liðnum árum. Það er nánast ofrávíkjanleg krafa lánadrottna að allar skuldir skulu greiddar að fullu. Vandamálið við þá kröfu […]

Sunnudagur 08.04 2012 - 22:54

Ég leik mér ekki við deppur…

Ég hef oft velt fyrir mér þessum spurningum Rakelar: „Hvers vegna hefur almenningur ekki brugðist við með afgerandi hætti? Hvers vegna hefur hann ekki flykkt sér betur á bak við þá fáu sem hafa barist fyrir hann á undanförnum árum? Hvers vegna brýtur hann sig niður í fylkingar gegn hagsmunum sjálfs sín? Hvers vegna treystir […]

Föstudagur 06.04 2012 - 12:07

Titanic og stjórnarskráin

Núna er byrjað að endursýna kvikmyndina Titanic og núna fáum við að njóta hennar í þrívídd. Það er margt merkilegt við þessa sögu, þ.e.a.s. af skipinu, ástarsagan er krydd í tilveruna fyrir áhorfendur. Þrátt fyrir að vandað hafi verið til smíði skipsins og öll hönnun verið góð þá er það á endanum ákvörðun eins manns, […]

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur