Sunnudagur 29.04.2012 - 17:44 - FB ummæli ()

Íslensk catastroika

Núverandi ríkisstjórnarflokkar lofuðu kjósendum sínum fyrir síðustu kosningar að færa stærstu auðlind þjóðarinnar, sjávarútveginn, frá völdum einkafyrirtækjum til alls almennings. Loforðin hljóðuðu upp á jafnan aðgang að auðlindinni og að þjóðin hefði fullt og óskorað vald yfir nýtingunni og afrakstrinum. Þetta hefur verið svikið með því frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi um stjórn fiskveiða. Það frumvarp mun afhenda auðlindina fámennum hópi í 20 ár og jafnvel enn lengur með sjálfvirkum hætti, í stað eins árs í senn eins og það er núna.

Við þekkjum sögu einkavæðingarinnar; Margaret Thacher i Bretlandi, Boris Jeltsin í Rússlandi, einkavæðinguna í Austur Þýskalandi. Við heyrum auk þess skelfilegar sögur núna frá fyrirhuguðum einkavæðingum í Grikklandi. Auðlindir, almenningsfyrirtæki og gersemar almennings eru seldar á brunaútsölu til að lítill hluti þjóðarinnar geti makað krókinn. Þannig hefur saga sjávarútvegsins einnig verið undanfarna áratugi á Íslandi.

Alltaf hefur þessari nýfrjálshyggju verið troðið ofaní kokið á þjóðum með valdi. Sjaldnast hefur almenningur samþykkt slíkt fyrirkomulag þegjandi og hljóðalaust. Vegna skorts á lýðræðislegum aðferðum hefur valdbeiting verið umtalsverð. Við á Íslandi gætum haft einstakt tækifæri til að virkja lýðræðið og forðast valdbeitingu. Með því að skrifa undir undirskriftarsöfnun Dögunar gegn núverandi frumvarpi myndast þrýstingur sem getur komið í veg fyrir enn eina einkavæðinguna á auðlind almennings hér í heimi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur