Færslur fyrir maí, 2012

Sunnudagur 27.05 2012 - 23:20

Heilagur andi og rauða spjaldið

Ég fór vestur á Hellisand í dag í fermingu. Ræða prestsins unga vakti með mér vangaveltur um hvar og hvernig okkur tókst að skola af okkur þeim gildum sem komu fram í ræðu hans. Guð gerði sáttmála við sína útvöldu þjóð og gaf henni boðorðin tíu. Ísrael í dag virðist geyma þau á mjög afviknum […]

Laugardagur 26.05 2012 - 12:40

Að míga í kross

31. maí ganga Írar að kjörborðinu í þjóðaratkvæðagreiðslu og kjósa um sáttmála sem snýr að stjórnun fjármála viðkomandi ríkja í ESB og kallast “fiscal treaty”. Gengur stundum undir nafninu skuldabremsan(debt brake) eða ”mutual suicide pact”(Joseph Stiglitz). Krugman segir; “This is, not to mince words(tala tæpitungulaust), just insane. …… Rather than admit that they’ve been wrong, […]

Föstudagur 25.05 2012 - 00:59

Catch-22

Öll þessi umræða undanfarna daga um drög að nýrri stjórnarskrá, þ.e. ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og hins vegar Evrópusambandið hafa í raun verið mjög upplýsandi. Tilfinningin sem eftir situr er að almenningur verður að berjast með kjafti og klóm til að ný stjórnarskrá verði að raunveruleika. Hugsanlegt er að ný stjórnarskrá fæðist í þinginu að ári sem […]

Þriðjudagur 22.05 2012 - 23:12

Á hverju ætlar kvótalaus þjóð að lifa

Á næstu dögum mun Alþingi fjalla um ”kvótafrumvörp” ríkisstjórnarinnar. Það virðist sem fáir átti sig á því að um er að ræða tvö frumvörp. Annað fjallar um hversu mikið handhafar kvótans á hverjum tíma eiga að greiða fyrir afnotin til eigandans, þ.e. þjóðarinnar. Sjónum almennings hefur verið beint að þessu frumvarpi til að umræðan verði […]

Sunnudagur 20.05 2012 - 22:16

Rót vandans

Á morgun ætlar velferðarráðherra að kynna nýja húsnæðisstefnu. Það virðist sem bóta og styrkjakerfið verði stokkað upp á einhvern hátt. Hið opinbera hefur styrkt almenning svo hann hafi þak yfir höfuðið og mun halda því áfram með þessari nýju húsnæðisstefnu. Kannski verður áherslum breytt innan styrkjakerfisins. Allir vita að baráttan er á milli kaupgetu og […]

Sunnudagur 20.05 2012 - 00:17

Það gengur bara betur næst

Það er spurningin um hvort spurningarnar séu nógu vel úr garði gerðar til að öll sjónarmið komi fram. Þá er ég að velta fyrir mér spuringunum sem koma fram í þingsályktunartillögu stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um drög að nýrri stjórnarskrá. Svarið er að svo er ekki. Til að svo megi vera þurfa spurningarnar að vera mun fleiri […]

Laugardagur 19.05 2012 - 00:38

Prófkvíði Alþingismanna

Ég var að byrja í sumarfríi í dag og fátt er betra, milli hefðbundinna heimilsverka, en að hlusta á beina útsendingu frá Alþingi. Ein af þingnefndum Alþingis Íslendinga hefur dottið það í hug að spyrja íslensku þjóðina nokkurra spurninga um drög að stjórnarskrá sem unnin hefur verið af fólki sem þjóðin kaus til þess verks […]

Fimmtudagur 03.05 2012 - 19:56

Auður og auðlindir

Nýlendustefna er ekki ný á nálinni. Öllum hugsandi mönnum má vera ljóst að Kínverjar eru að nota auð sinn til að nema land sem víðast. Að leigja land til 40 ára er ekkert annað en að samþykkja nýlendustefnu stórveldis. Hlutafélag er hægt að kaupa seinna í ró og næði, í pörtum eða í heilu lagi. […]

Þriðjudagur 01.05 2012 - 12:35

Að blunda í fleti fjármagnsins

Það er sérkennilegt að hlusta á umræðuna um vanda heimilanna á Íslandi. Það er ljóst að margir eru að greiða mun hærra hlutfall af tekjum sínum í afborganir af skuldum en áður. Auk þess er fjöldi fólks sem getur ekki staðið í skilum. Að stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir því að á meðan lánastofnanir […]

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur