Sunnudagur 20.05.2012 - 22:16 - FB ummæli ()

Rót vandans

Á morgun ætlar velferðarráðherra að kynna nýja húsnæðisstefnu. Það virðist sem bóta og styrkjakerfið verði stokkað upp á einhvern hátt. Hið opinbera hefur styrkt almenning svo hann hafi þak yfir höfuðið og mun halda því áfram með þessari nýju húsnæðisstefnu. Kannski verður áherslum breytt innan styrkjakerfisins.

Allir vita að baráttan er á milli kaupgetu og útgjalda. Á meðan heilsan leyfir er unnið eins mikið og nokkur kostur er og oftast samtímis er dregið úr öllum hugsanlegum kostnaði. Formúlan dugar ekki alltaf og því flytur hið opinbera hluta af útgjöldum einstaklinga(skattggreiðslum) yfir í tekjuhliðina(sennilega hjá sömu einstaklingum) í formi húsnæðisstyrkja. Megin hugsunin er að einstaklingar missi ekki húsnæði sitt, þ.e.a.s. að menn geti staðið í skilum á afborgunum lána eða þá húsaleigu sem að stofni til fer til afborgana lána.

Þeir sem hafa sparað vita að hægt er spara allt nema afborganir af lánum, þar mæta einstaklingar ofjarli sínum. Þess vegna kemur ríkið til skjalanna og hjálpar. Með öðrum orðum ríkið, þ.e. skattgreiðendur aðstoða sjálfa sig til að lánadrottnar fái alltaf sitt. Skuldin og hvernig hún varð til er meginorsök vandamálsins en hefur sennilega ekki verið greind neitt nánar í vinnu hópsins. Lánadrottnar njóta þess að búa í fríríki og vera ósnertanlegir, a.m.k þorir enginn í þá.

Á facebókar síðu sinni fjallar Gunnar Tómasson um skuldavandann almennt í heiminum og segir meðal annars eftirfarandi um ástæðu þess að hann leysist ekki: “And if you have not identified the problem – and you cannot do that with modern monetary economics – when you cannot identify your problem, you cannot design a solution for it. You must know what your are talking about, and they don’t.”

Gunnar er ljónskarpur hagfræðingur og skilur vandamálið við sköpun skuldarinnar. Ólafur Margeirsson hagfræðingur hefur einnig fjallað nokkuð um það. Ekki minnist ég þess að neinn hagfræðingur sem er búsettur hér á Íslandi hafi mikinn áhuga á sköpunarsögu skuldarinnar. Þeir eru þó ekki einir á báti því Paul Krugmann var rekinn á gat um daginn í þessum fræðum. Ef hagfræðingar og þess vegna aðrir leggðu nokkra vinnu við greiningu hennar finndu þeir eflaust þá lausn sem fólgin er í þeirri sögu.

Rót vandans er gallað fjármála og peningakerfi. Það eitt að taka valdið frá einkabönkum til að búa til peninga með skuldsetningu myndi gera gæfumuninn. Þá gætum við gleymt þessum eilífu millifærslum á tekjum okkar ofaní vasa lánadrottna.

 

 

 

25. grein

1. Allir eiga rétt á lífskjörum sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan þeirra sjálfra og fjölskyldu þeirra. Telst þar til fæði, klæði, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félagsleg þjónusta, svo og réttur til öryggis vegna atvinnuleysis, veikinda, fötlunar, fyrirvinnumissis, elli eða annars sem skorti veldur og menn geta ekki við gert. 2. Mæðrum og börnum ber sérstök vernd og aðstoð. Öll börn, hvort sem þau eru fædd innan eða utan hjónabands, skulu njóta sömu félagslegu verndar.

 

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur