Sunnudagur 20.05.2012 - 00:17 - FB ummæli ()

Það gengur bara betur næst

Það er spurningin um hvort spurningarnar séu nógu vel úr garði gerðar til að öll sjónarmið komi fram. Þá er ég að velta fyrir mér spuringunum sem koma fram í þingsályktunartillögu stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um drög að nýrri stjórnarskrá. Svarið er að svo er ekki. Til að svo megi vera þurfa spurningarnar að vera mun fleiri og jafnvel þarf að spyrja út í flest allar ef ekki allar greinar á drögum að nýrri stjórnarksrá. Ég taldi bara að við værum að hefja ferli að smíði nýrrar stjórnarkrár og það væri góð byrjun að spyrja þjóðina þessara spurninga til að byrja með. Samfara því vænti ég að fram fari mikil umræða í þjóðfélaginu. En það er augljóst að ég hef misskilið hlutina illilega.

Það virðist sem að margir þingmenn telji að það verði bundinn einhver endahnútur á alla umræðu eða hugsanlegar breytingar á drögum stjórnlagaráðs um nýja stjórnaskrá að lokinni ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um drögin. Að drögin fari þá í einhvern óæskilegan og óafturkræfan feril, þ.e.a.s að þau verði óbreytt að stjórnarkrá. Þingmenn hafa þess vegna kappkostað að tjá skoðanir sínar hvernig þeim finnist stjórnarkráin eigi að vera. Margir þingmenn hafa líka komið fram með breytingartillögur sem innihalda sjálfsagt margt gott. Ég taldi bara að allir Þingmenn kæmu síðan að því á seinni stigum að smíða endanlega stjórnarskrá sem síðan nýtt þing þyrfti líka að samþykkja. Sá ekki beint ástæðuna til að gera ágreining núna eða þá að ganga að enn einum drögunum dauðum.

Það má sjálfsagt rökræða lengi um meintan misskilning en eitt er augljóst að þeir einu sem virkilega græða á því ástandi sem núna er á Alþingi eru spunameistararnir. Þjóðin er klofin í herðar niður í einu af sínum stóru búsáhaldarkröfum, þ.e. auknum völdum. Það verður mjög sérkennilegt ef þjóðin situr heima þegar Alþingi gerir svo lítið að leita ráða hjá henni. Það er í raun engum einum um að kenna, við létum bara leika á okkur enn eina ferðina enn.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur