Þriðjudagur 22.05.2012 - 23:12 - FB ummæli ()

Á hverju ætlar kvótalaus þjóð að lifa

Á næstu dögum mun Alþingi fjalla um ”kvótafrumvörp” ríkisstjórnarinnar. Það virðist sem fáir átti sig á því að um er að ræða tvö frumvörp. Annað fjallar um hversu mikið handhafar kvótans á hverjum tíma eiga að greiða fyrir afnotin til eigandans, þ.e. þjóðarinnar. Sjónum almennings hefur verið beint að þessu frumvarpi til að umræðan verði minni um hitt frumvarpið. Seinna frumvrpið fjallar um stjórn fiskveiða, þ.e. hvernig kvótanum er útdeilt til handhafa kvótans á hverjum tíma.

Frumvarpið um stjórn fiskveiða er mun mikilvægara og ætti að vera mun meira í umræðunni. Áratugum saman hafa staðið deilur um stjórn fiskveiða. Úthlutunarreglur í núverandi kerfi hafa verið dæmdar af mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna sem mannréttindarbrot. Þess vegna var eitt af kosningaloforðum núverandi ríkisstjórnaflokka að leiðrétta kerfið til að sanngirni og réttlæti rúmist innan þess. Í stuttu máli á að svíkja það(eins og öll…).

Í dag er kvóta úthlutað einu sinni á ári en í nýja frumvarpinu munu handhafar kvótans sitja að honum í 20 ár og hugsanlega lengur. Þar með mun smá saman kvótinn færast endanlega í hendur einkaaðila og að lokum munu handhafar kvótans verða þeir sömu og eigendur. Þá mun auðlindagjaldið fara í hring án viðkomu í ríkissjóði.

Að endingu munu viðkomandi einkaaðilar selja kvótann úr landi og þá verðum við leiguliðar einhverra stórfyrirtækja úti í heimi. Ekki að undra að Steingrímur sé í uppáhaldi í útlöndum.

Þeim Íslendingum sem stendur ekki á sama er bent á að fylgjast vel með umræðunni á Alþingi(bara til að geta fært til bókar hverjir veita fjármagninu brautargengi) og hitt að hægt er að skrá sig á undirskriftarlista til að krefjast þess að viðkomandi málefni fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

Álit mannréttindarnefndar Sameinuðu þjóðanna 2007._split1

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur