Laugardagur 26.05.2012 - 12:40 - FB ummæli ()

Að míga í kross

31. maí ganga Írar að kjörborðinu í þjóðaratkvæðagreiðslu og kjósa um sáttmála sem snýr að stjórnun fjármála viðkomandi ríkja í ESB og kallast “fiscal treaty”. Gengur stundum undir nafninu skuldabremsan(debt brake) eða ”mutual suicide pact”(Joseph Stiglitz). Krugman segir; “This is, not to mince words(tala tæpitungulaust), just insane. …… Rather than admit that they’ve been wrong, European leaders seem determined to drive their economy – and their society – off a cliff. And the whole world will pay the price.”

Sáttmálinn var saminn með hagsmuni bankakerfisins að leiðarljósi. Ríkisstjórnum sem samþykkja hann er gert að kreista eins mikla fjármuni frá skattgreiðendum með niðurskurði og skattahækkunum til að borga inn í svarthol bankakerfisins. Sú skuldasúpa byggist mest á spilavítishegðun og mistökum bankakerfisins sem núna er verið að ríkisvæða um allt Evrópusambandssvæðið. Bankamenn voru orðnir leiðir á því að eltast við hverja ríkisstjórn fyrir sig eins og þeir hafa þurft að gera með Lettland, Írland og Grikkland. Nú vilja þeir fá þetta inn í lög viðkomandi ríkja og helst í stjórnarskrá þannig að þeir fái skattfé okkar sjálfvirkt ofaní kistur sínar.

Í sáttmálanum er tekið fram að aðgerðir komi til framkvæmda sjálfvirkt hjá viðkomandi ríkjum ef staða fjármála er á ákveðin hátt. Ef ekki er farið eftir sáttmálanum er kært til Evrópudómstólsins og síðan er hægt að beita ríkin fésektum. Hverjar þessar framkvæmdir eiga að verða gegn þjóðríkjunum er ekki vitað. Það sem er vitað er að  að framkvæmdavald ESB á að fá vald til að búa til reglurnar . Þess vegna mun framkvæmdavald ESB hafa völd til að breyta fjárlögum ríkja án þess að þurfa neina lýðræðislega meðferð í þingi viðkomandi ríkja. Þar með hefur framkvæmdavaldið fengið beinan aðgang að fullveldi ríkjanna því sá sem stjórnar fjárlögum stjórnar viðkomandi ríki. Slík tilhögun á sér hvergi stoð í lögum eða sáttmálum ESB. Auk þess ef ríkin streitast á móti þá eru fjársektir. Í sáttmálanum eru ekki nein ákvæði um uppsögn né hvernig eigi að koma slíku í framkvæmd. Þetta er ekki algengt í slíkum samningum og samkvæmt skilningi Vínarsáttmálans(Vienna Convention of the Law of Treaties) þá er slíkur samningur eilífur. Auk þess er tekið fram að ekki er hægt að stefna framkvæmdavaldi ESB fyrir dómstóla þegar kemur að framkvæmd þessa sáttmála. Ekkert stjórnvald(þing/dómstólar viðkomandi ríkja) getur komið í veg fyrir áætlanir þeirra, þeir eru orðnir ríki í ríkjunum.

Þetta er sem sagt samningur sem er saminn af nokkrum einstaklingum(framkvæmdavaldi ESB) án undangengins lýðræðislegs ferlis meðal almennings eða þjóðþinga viðkomandi ríkja eða Evrópuþingsins. Auk þess fylgir með að þau lönd sem ekki samþykkja sáttmálann og innleiða hann ekki í lög eða stjórnarskrá muni ekki fá neina styrki úr neyðarsjóðum ESB, sem er ekkert annað en fjárkúgun á lýðræðinu. Í raun hefur ESB tekið upp starfshætti AGS í megindráttum og þar að auki lögleitt þá til frambúðar.

Þrátt fyrir að ESB hafi lagt á sig mikla vinnu til að komast hjá afskiptum almennings með þjóðaratkvæðagreiðslum tókst írsku þjóðinni að fá þjóðaratkvæðagreiðslu. Þökk sé lögum og stjórnarskrá írska ríkisins. Þessa dagana er mikil barátta meðal grasrótarsamtaka um alla Evrópu til styrktar írskum nei sinnum því öllum finnst að Írar séu að kjósa fyrir alla Evrópu Valið getur varla talist réttlátt því þá eru Írar án allrar aðstoðar ESB ef þeir segja nei.

Þess vegna getur það verið mikilvægt hvernig stjórnarskrá við Íslendingar fáum að lokum. Sjáfstæðis- og Framsóknaflokkurinn míga núna utaní drög stjórnlagaráðs og þá er ekki ósennilegt að einhverjir ESB sinnar á þingi munu sjá sitt ofvæna og míga í kross með þeim þegar hugmyndir að stjórnarksrá gætu ógnað innleiðingu alls þess sem ESB hefur upp á að bjóða.

 

111 gr. nýrrar stjórnarskrár;

Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi.

 

Þess vegna eru yfirgnæfandi líkur á því að við Íslendingar muni ekki fá nýja stjórnarskrá á þessu kjörtímabili. Það er þó von ef margir þingmenn sem komast á næsta þing og þeir sameinast um að semja nýja stjórnarksrá með góðum vörnum þannig að það séu ekki eingöngu Írar sem hafi þann valmöguleika á að hafna slíkum nauðarsamningum. Til að sópa slíkum fjölda inn á Alþingi Íslendinga í næstu kosningum þarf samstillt átak margra góðra manna og kvenna.

 

Merkel kanslari Þýskalands segir; “The debt brakes will be binding forever.  Never will you be able to change them through a parliamentary majority”

 

Fyrrverandi seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu segir þetta nokkuð vel í stuttu máli;

“Trichet has proposed what he calls ‘federation by exception,’ whereby if a country’s leaders or parliament ‘cannot implement sound budgetary policies,’ that country will be ‘taken into receivership’(Það að vera í skiptameðferð/gjaldþrotaskipti).”

Það er að segja ef við kjósum rangt þá verður lýðræðið barasta afnumið en ef almenningur á síðasta orðið gæti það orðið torsóttara.

Valdið er okkar ef við bara nýtum okkur það.

 

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur