Þriðjudagur 05.06.2012 - 00:11 - FB ummæli ()

Hugsar Steingrímur um Grikki

Það birtist auglýsing sem skoraði á Steingrím að taka að sér efnahagsmál Grikkja. Þar sem Grikkir þjást töluvert meira en við Íslendingar fannst mér þessi auglýsing ekki beint viðeigandi. AGS hefur farið mildum höndum um okkur Íslendinga samanborði við aðrar þjóðir. Saga landanna í suðri er skelfileg og börnin sem Lagarde hafði svo mikla samúð með eiga bágt vegna skilyrða AGS um niðurskurð og einkavæðingu í viðkomandi löndum.

Þegar viljayfirlýsingar til AGS frá Íslandi eru bornar saman við; Lettland, Írland og Grikki er augljós munur. Aðgerðirnar eru mun harðari og miskunnalausari samanborið við Ísland. Það sem vekur athygli er að viljayfirlýsing er send annars vegar til AGS og hins vegar til ESB hjá þjóðum sem tengjast ESB. Það er greinilegur blæbrigðamunur á textunum og er hann öllu harðari og jafnvel niðurlægjandi textinn sem tilheyrir ESB hlutanum. Hlutverk Steingríms var því mun auðveldara en starfsbræðra hans í viðkomandi löndum. Reyndar stóð Steingrímur sig vel í viðskiptum sínum við AGS og eru þeir því ánægðir með hann. Þar er reyndar skýringin á því að hann sveik öll kosningalöforðin sín því stefna VG er ekki stefna AGS.

Það er mjög óeðlilegt að fjármálavaldið vilji setja þjóð í gjaldþrot eins og Grikki. Það er engin skynsemi í því að hækka vexti á ríkisskuldabréfum þangað til að þjóðin verði að leita ásjár AGS/ESB. Að síðan að innleiða stefnu niðurskurðar sem dýpkar kreppuna kórónar vitleysuna. Mun skynsamlegra hefði verið að Seðlabanki Evrópu hefði mátt lána aðildarþjóðunum beint og milliliðalaust og þannig komið í veg fyrir hrun Grikkja og annarra þjóða í Evrópu. Því miður er þessi möguleiki bannaður innan ESB, Seðlabankinn má bara lána til einkabanka og hefur gert það ótæpilega. Einkabankarnir lána síðan til þjóðríkjanna og það voru þeir sem hækkuðu vextina. Þess vegna er augljóst hverjir höfðu hönd í bagga með hönnun sáttmála Evrópusambandsins. Að venjulegir launmenn séu hrifnir af hundakúnstum fjármálavaldsins, sem stjórnar ESB, og styðji það án minnstu samúðar með starfsbræðrum sínum í Grikklandi er í sjálfu sér óskiljanlegt.

Hundurinn minn hugsar bara um mat og tíkur. Fjármálavaldið hugsar bara um gróða.

Kannski er þessi tafla um einkavæðingu sem Grikkir eiga að framkvæma ein af ástæðunum fyrir þeirri árás sem Grikkir verða fyrir af hálfu fjármálavaldsins.

 

 

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur