Föstudagur 22.06.2012 - 23:08 - FB ummæli ()

Björgun ESB…

Sá sem kaupir hlutabréf eða verðbréf ætlar sér að græða. Lánadrottnar sem kaupa ríkisskuldabréf ætla sér líka að græða. Samtímis vita allir kaupsýslumenn að þeir geta tapað fjármunum. Hér er því um að ræða spákaupmennsku, vogun vinnur vogun tapar, þ.e.a.s. spilavíti. Þegar maður var í ungtemplarareglunni forðum daga var slík hegðun talin óeðlileg og varhugaverð. Í dag er slík hegðun talin æskileg og því göfugri sem meira er grætt. Minna er rætt um þá sem skaffa gróðann.

Sök sér að menn séu eitthvað að prútta svona maður á mann. Það er öllu verra þegar heilar þjóðir eru lagðar í rúst með spákaupmennsku. Þannig er það í dag og er talið svo sjálfsagt að fréttastofur fjalla um það með gagnrýnislausum hætti og alls ekki reynt að greina orsök eða afleiðingar.

Ríkisstjórnir þurfa að fjármagna sig með ríkisskuldabréfum. Skatttekjur duga sjaldnast fyrir öllum útgjöldum ríkissins. Ríkisskuldarbréf eru lán. Ríki með evruna verða að fjármagna sig með ríkisskuldabréfum á almennum markaði. Ríkisstjórnir eru því háðar kröfum markaðarins.

Við höfum öll heyrt talað um að vextir á ríkisskuldabréfum Grikkja, Spánverja, Ítala séu að hækka. Þegar lánadrottnar, oft bankar, krefjast meira en 7% vaxta á ríkisskuldabréfum þá er það orðið of kostnaðarsamt fyrir ríkin að taka slík lán, þau ráða einfaldlega ekki við slíka vexti. Þá verða viðkomandi ríki að taka lán frá neyðarsjóði ESB/AGS/SBE. Þegar ríkisstjórninr taka lán í formi ríkisskuldabréfa fylgir bara sú kvöð að standa í skilum. Aftur á móti þá verða þjóðir sem fá lán úr neyðarsjóði þríeykisins ekki eingöngu að endurgreiða þau heldur verða þau að fylgja ströngum skilyrðum lánveitendanna. Þessi skilyrði fela í sér launalækkanir hjá almenningi, lækkun á ellilífeyri, niðurskurði á velferð og einkavæðingu. Afleiðingin er mikið atvinnuleysi og fjöldagjaldþrot þúsunda fyrirtækja. Það hefur síðan í för með sér að viðkomandi ríki hafa enn minni tekjur til að endurgreiða lánin. Síðan fylgir enn meiri niðurskurður o. sv. fr..

Afleiðingar þessara niðurskurðarstefnu mun valda því að almennir launamenn í viðkomandi ríkjum beygja sig í duftið og taka við hvaða vinnu sem er fyrir hvaða smánarlaun sem er, með skertum kjörum s.s. á hvíldartíma, sumarfríum, veikinda- og slysabóta eingöngu til að hafa ofaní sig og sína. Það er það sem leiðatogar heimsins kalla að auka samkeppnishæfni landa.

Það er það sem við hin köllum að dreifa fátækt um víða veröld.

Seðalbanki Evrópu má ekki lána þjóðríkjum evru-landanna peninga en hann lánar bönkum á 1,25 % vöxtum. Þessi hönnun á reglum Evrópusambandsins gefur einkabönkum alræðisvald yfir örlögum þjóðríkja. Ef Seðlababanki Evrópu hefði lánað þjóðríkjum á lágum vöxtum þá hefði engin krísa orðið í Grikklandi eða öðrum ríkjum. Þá hefði verið hægt að fjármagna ríkin og samtímis lagfæra það sem betur mætti fara. Einnig er það augljóst að völd einkabanka væru mjög lítil ef ekki væri fyrir þessa reglu hjá Evrópusambandinu. Þessi regla er hönnuð fyrir einkabanka og því augljóst að þeir hafa haft þar hönd í bagga. Þar sem þessari reglu er ekki breytt í dag gefur til kynna að einkabankar hafa öll völd við stefnumótun í þessum málum innan ESB. Ef Seðlabanki Evrópi gæti lánað beint til þjóðríkja yrði það almenningi til mikilla hagsbóta. Að sama skapi myndu völd einkabanka minnka. Þess vegna er augljóst að þeir sem stjórna ESB í dag eru undir hælnum á bönkunum og almenningur líður fyrir það. Er ekki kominn tími til að skapa bandalag sem þjónar þörfum almennings?

 

Article 123

 

1. Overdraft facilities or any other type of credit facility with the European Central Bank or with the central banks of the Member States (hereinafter referred to as ‘national central banks’) in favour of Union institutions, bodies, offices or agencies, central governments, regional, local or other public authorities, other bodies governed by public law, or public undertakings of Member States shall be prohibited, as shall the purchase directly from them by the European Central Bank or national central banks of debt instruments.2. Paragraph 1 shall not apply to publicly owned credit institutions which, in the context of the supply of reserves by central banks, shall be given the same treatment by national central banks and the European Central Bank as private credit institutions.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur