Mánudagur 06.08.2012 - 19:20 - FB ummæli ()

Sofandi að feigðarósi

Þjóðríki geta ekki fjármagnað sig vegna þess að lánadrottnar krefjast það hárra vaxta að ekkert ríki getur staðið undir slíkum kröfum einkafyrirtækja um gróða. Þetta eru fréttirnar sem við heyrum daglega frá Evrópu. Vaxtarkrafan setur þjóðríki í greipar lánadrottna. Trjókan(SBE,EU,AGS) er sendiboði þeirra og setur þjóðríkjum reglurnar um niðurskurð og brunaútsölu á ríkisfyrirtækjum til lánadrottnanna. Verkáætlanir stóðust í Lettlandi og Grikklandi. Spánn er á áætlun og Ítalir horfa á fiskinn á dagblaðinu. Matsfyrirtækin hafa safnað okkur hinum saman á söfnunarstaðina þar sem við bíðum eftir næstu tómu lest.

Sérkennilegt hvað sagan endurtekur sig í sífellu.

Við gætum svo sem búið til peningana okkar sjálf en engum manni dettur það í hug, frekar er horft í hnakkann á næsta manni í röðinni inn í klefann.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur