Mánudagur 20.08.2012 - 20:21 - FB ummæli ()

Íslenskum fyrirtækjum fórnað fyrir bankana

Víglundur Þorsteinsson kemur fram í dag með fréttatilkynningu og blaðamannafundi. Hann sakar bankakerfið um að hafa selt fyrirtæki hans í nokkrum pörtum því það hafi komið bankanum betur en að styrkja hann til að reka það sem eina heild. Þarna takast á kjör þess sem þiggur fé að láni og hins sem lánar. Lánadrottinn virðast geta gert hvað sem er við lántakendann þvert á lög landsins. Það er eingöngu hægt með samþykki núvernadi valdhafa. Þar sem núverandi stjórnarflokkar lýstu yfir stríði við bankaleynd, bankakerfið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn fyrir síðustu kosningar er augljóst að eitthvað hefur hnikast til.

Svo er að sjálfsögðu möguleiki að Víglundur sé að ljúga upp á bankann og stjórnvöld.

Það sem styður málflutning Víglundar er að hann líkist framvindu slíkra mála frá hruni. Húseigendur, eigendur lítilla til meðalstórra fyrirtækja hafa verið í sértækri meðferð hjá bönkunum með góðfúslegu leyfi stjórnvalda. Meðferðin snýst um að hámarka endurheimtur bankanna án tillits til afleiðinga fyrir lántakendur. Heyrst hefur að ein af ”afleiðingunum” fyrir starfsmenn bankanna séu bónusgreiðslur ef vel gengur. Stjórnvöld skrifuðu undir þessa áætlun, vitandi vits, sem AGS hannaði enda gæslumaður fjármagnseigenda. Þeir sem lásu Letter of Intent milli íslenskra stjórnvalda og AGS kemur þetta ekki á óvart. Kryddið í þessu er sérhagsmunagæsla þeirra sem eru ofaná þessa stundina og reyna að hrifsa til sín það sem til fellur.

Þeir sem þekktu til núverandi stjórnvalda fyrir valdatöku þeirra kemur ekki á óvart að kosningaloforðin hafi horfið þegar á reyndi. Spurningin er hvort kjósendum sé nokk sama og kjósi sömu svikaloforðin á ný eða hvort hugrekki sé til staðar að kjósa til forystu fólk sem er reiðubúið til róttækra breytinga, t.d. að manneskjan sé sett ofar hag bankanna.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur