Fimmtudagur 23.08.2012 - 18:43 - FB ummæli ()

Kjör skuldara

Skuldin er ævaforn, meira en 5000 ára gömul og hefur því fylgt mannkyninu lengi. Þess vegna er komin reynsla fyrir því hvernig hún virkar. Hún hefur nokkur afbrigði en þegar kemur að skuldum fasteignaeigenda eða þjóða, talið í peningum, þá eru lánadrottnar oft ópersónulegar stofnanir sem innheimta án tillits til afleiðinga gjörða sinna.

Lánadrottnar hafa valdið sín megin. Lögin eru þeim í hag. Þeir hafa oft valdamikla aðila sér til aðstoðar við innheimtu; sýslumenn, lögreglumenn, ríkisstjórn eða þá alþjóðasamtök eins og AGS eða ESB þegar kemur að alþjóðlegum skuldum. Slagkrafturinn er mikill þegar margir leggjast á eitt.

Lánþegar fórna oft öllu til að standa í skilum. Heimilið er rústir einar, lífið er í henglum og stundum brestur það.

Saga skuldarinnar kennir okkur að ráð þeirra skuldsettu eru ekki mörg. Þrátt fyrir það er eitt víst að ef skuldarar reyna að fá leiðréttingu kjara sinna sem sundraður hópur verður enginn árangur. Hingað til hefur það eitt dugað að allir skuldarar sameinist ef eitthvað á að breytast.

Og þar stöndum við í dag, hvert í sínu horni.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur