Fimmtudagur 06.09.2012 - 23:40 - FB ummæli ()

Draghi, ríkisskuldabréf og Lissabon sáttmálinn

Seðlabanki Evrópu með Draghi í broddi fylkingar boðar til mikillar sóknar gegn kreppunni í Evrópu. Núna gæti virst að Draghi(Seðlabnkastjórinn) sé heitur og kominn með lausnina. Í sinni einföldustu mynd hljómar þetta svona; Seðlabanki Evrópu(SE) kaupir ríkisskuldabréf af viðkomandi ríkjum og þá á mun lægri vöxtum en einkabankarnir eru að fara fram á. Þetta virðist vera hreint samsæri gegn einkabönkunum í Evrópu af hálfu SE.

Þetta virkar ekki svona því að samkvæmt Lissabon sáttmálanum má SE ekki kaupa ríkiskuldabréf beint af ríkisstjórnum evrulandanna. Því verða löndin að gefa út sín ríkiskuldabréf áfram til einkabankanna en SE reynir að redda þeim á eftirmarkaði eða þannig sko…

Ríkisskuldabréf eru í raun bara lántaka ríkisstjórna hjá einkabönkum til að bæta þeim upp mismuninn á skattekjum og ríkisútgjöldum. Þegar bankar ”kaupa” ríkisskuldabréf af ríkissjóðum þá greiða þeir fyrir þau með peningum sem þeir búa til úr engu, bara smá vinna á lyklaborðinu. SE gæti alveg eins gert það sama fyrir evruríkin og þar með leyst þau undan oki einkabankanna, ef það væri leyft í Lissabon sáttmálanum. Þessi grein Lissabon sáttmálans veitir einkabönkum vald yfir gjörvöllu evrusvæðinu.

Það kom skýrt fram hjá Draghi að þeir sem vilja nýta sér nýjustu leið SE verða að fara í ”meðferð”. Meðferðinni er stjórnað af SE, ESBog AGS. Hún felst í niðurskurði og skattahækkunum sem koma niður á almenningi með hörmulegum afleiðingum en samtímis bjargar meðferðin bönkunum. Fyrirhuguð kaup SE á ríkisskuldabréfum evruríkja er bara tálbeita til að koma Spánverjum í meðferð.

Það er því ljóst að SE vinnur með aðstoð ESB og AGS að því að bjarga einkabönkunum en ekki að bæta kjör almennings. Að almenningur tapi alltaf þegar SE og ESB ætlar að bjarga þeim er klárt merki þess að hagsmunir almennings eru ekki ofarlega á dagskrá ESB/SE.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur