Færslur fyrir október, 2012

Laugardagur 27.10 2012 - 23:41

Hvert stefnum við

Það fjármálakerfi sem kom okkur í efnahagslegt hrun er fullreynt og virkar ekki. Það finnast engar lausnir fyrir almenning innan þess kerfis. Þess vegna finnur enginn sem hallar sér að því lausnir fyrir almenning. Það þorir enginn að breyta því og því höldum við áfram að vera hamstur á hjóli fyrir fjármálakerfið. Bankar og stórfyrirtæki […]

Laugardagur 27.10 2012 - 00:01

Gluggapóstur

Samkvæmt grein í Viðskiptablaðinu í gær er vá fyrir dyrum. Þrotabú gamla Glitnis og Kaupþings fara bráðum að fá greitt út sinn hlut. Ef þeir fá hann í erlendum gjaldeyri þá munu Íslendingar ekki eiga afgang fyrir annan rekstur. Auk þess mun íslenska krónan falla og það mun orsaka aukinn kostnað fyrir okkur innanlands og […]

Fimmtudagur 25.10 2012 - 00:21

Lengi skal manninn reyna

Mörður Árnason þingmaður segir frá því á bloggsíðu sinni að hann hafi komið fram með þingsályktunartillögu. Hún gengur út á það að hætta að greiða í lífeyrissjóðinn sinn og í staðinn borga niður lánin sín í allt að fimm ár. Hann segir að þetta sé svipað og að taka lán hjá sjálfum sér. Hér er […]

Mánudagur 22.10 2012 - 22:10

Hver á að semja stjórnarksrá

Það virðist sem að þeir sem mættu ekki í þjóðaratkvæaðagreiðsluna um væntanlega nýja stjórnarksrá séu orðinn hópur með sérþarfir. Hann fær mikla athygli hjá sumum og honum eru gerðar upp margvíslegar skoðanir og óunnin réttindi. Það er nú þannig að þeir sem mæta ekki í prófið hafa ekki áhrif á útkomuna. Sjálfur veit ég ekki […]

Föstudagur 19.10 2012 - 20:31

Hvað vegur þyngst á morgun

Ef kosningaþátttaka verður lítil á morgun þá erum við sem kjósum að taka ákvörðun fyrir allan hópinn. Án tillits til þess hversu lítil þátttakan verður er það meirihlutinn sem ræður og þar með er kosningin lýðræðisleg. Við fyrstu sýn ætti ég því að gleðjast yfir lítilli kosningaþátttöku því þar með er ég að ráða ferðinni, […]

Föstudagur 12.10 2012 - 20:11

Tveir heimar

Að friðarverðlaun Nobels falli Evrópusambandinu í skaut eru í alla staði merkileg tímamót. Á sama tíma og ESB hefur gengið erinda fjármálaaflanna kinnroðalaust undanfarna áratugi þá hlotnast þeim ein af virðulegustu viðurkenningum sem hægt er að fá. ESB hefur fórnað öllu fyrir fjármálaöflin, allt hefur verið gert til að þóknast þeim. Almenningur um alla Evrópu […]

Sunnudagur 07.10 2012 - 20:25

Hvað skiptir máli

Eins og Marinó rekur vel í bloggfærslu sinni þá var fjármálaöflunum gefið frítt spil fyrir og eftir hrun. Þau orsökuðu hrunið og hafa síðan notið forgangs að öllu leyti eftir hrun. Núverandi ríkisstjórn hefur verið auðsveipur þjónn þeirra. Ef fjórflokkurinn nær völdum eftir næstu kosningar mun hann skipa sér í lið með fjármálaöflunum og kjör […]

Föstudagur 05.10 2012 - 21:30

Að koma sér upp á dekk

Ísland strandaði haustið 2008. Krafan um nýja stjórnarskrá fæddist í kjölfarið. Almenningi hafði ekki verið hleypt upp á dekk og margir vöruðu við siglingaleiðinni fyrir hrun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Í fullkomnum heimi með beinu lýðræði hefðu farþegar á þriðja farrými ráðið ferðinni vegna fjölda og sennilega kynnt katlana minna. Áreksturinn hefði því […]

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur