Föstudagur 12.10.2012 - 20:11 - FB ummæli ()

Tveir heimar

Að friðarverðlaun Nobels falli Evrópusambandinu í skaut eru í alla staði merkileg tímamót. Á sama tíma og ESB hefur gengið erinda fjármálaaflanna kinnroðalaust undanfarna áratugi þá hlotnast þeim ein af virðulegustu viðurkenningum sem hægt er að fá. ESB hefur fórnað öllu fyrir fjármálaöflin, allt hefur verið gert til að þóknast þeim. Almenningur um alla Evrópu og sérstaklega í suður hlutanum hefur þurft að glíma við ógeðslan niðurskurð svo að fjármálaöflin fái sitt. Aukin fátækt, launaskerðing, niðurskurður í lífeyrisgreiðslum, atvinnuleysi hafa leitt til mikils ófriðar, mótmæla.

Það er ekki friðvænlegt í Evrópu í dag. Það er stöðugt boðað til mótmæla.

Lánadrottnar hagnast vel á styrjöldum. Vopnin eru sprengd í tætlur og hús og önnur mannvirki jöfnuð við jörðu. Síðan þarf að endurreisa allt aftur, með lánum. Balkan skagi, Írak, líbía og fleiri lönd hafa svalað vopnaframleiðendum á undanförnum árum. Ekki stöðvaði tilvist ESB slíka stríðshegðun.

Að mati stórfyrirtækja og lánadrottna er Evrópa orðin of dýr í rekstri. Kallast að vera ekki samkeppnishæfur. Þess vegna er röðin komin að Evrópu að verða láglaunavinnusvæði. Út á það gengur allur niðurskurður í suður Evrópu. Hann mun síðar koma til norður Evrópu allt í nafni samkeppnishæfni.

Það geisar styrjöld í Evrópu, Evrópusambandinu. Það er styrjöld á milli þeirra sem vilja jöfnuð, réttlæti og öryggi til að koma sér og sínum á legg. Hinn hópurinn eru þeir sem sætta sig aldrei við annað en hámarks gróða, annað er mistök. Framkvæmdavald ESB hefur verið í ákafur stuðningsaðili þess síðarnefnda.

Það er til marks um að í veröldinni eru til tveir heimar án snertipunkts að hópur einstaklinga telur að ESB  sé verðugt friðarverðlaunum Nobels. Það er greinilega mjög cosy á fyrsta farrými.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur