Föstudagur 19.10.2012 - 20:31 - FB ummæli ()

Hvað vegur þyngst á morgun

Ef kosningaþátttaka verður lítil á morgun þá erum við sem kjósum að taka ákvörðun fyrir allan hópinn. Án tillits til þess hversu lítil þátttakan verður er það meirihlutinn sem ræður og þar með er kosningin lýðræðisleg. Við fyrstu sýn ætti ég því að gleðjast yfir lítilli kosningaþátttöku því þar með er ég að ráða ferðinni, eða hvað?

Aftur á móti ef kosningaþátttakan verður lítil mun afleiðingin að öllum líkindum verða sú að frumvarp að nýrri stjórnarskrá verði ekki að raunveruleika í lok þingsins. Jafnvel í hvaða mynd sem er. Og jafnvel þó að nýja stjórnarskráin komist inn á næsta þing þá mun léleg kosningaþátttaka á morgun gera andstæðingum nýrrar stjórnarskrár, ef þeir ná völdum eftir næstu kosningar, auðveldara fyrir að koma henni fyrir kattarnef.

Þar með eru þeir sem sitja heima farnir að stjórna niðurstöðunni með því að veita andstæðingum nýrrar stjórnarskrár styrk. Mjög góð þátttaka á morgun mun auka verulega möguleika íslensku þjóðarinnar að skrifa nýja stjórnarskrá. Það yrði slæmt til frásagnar um víða veröld að lýðræðisást þjóðarinnar hefði falist í því að hunsa þjóðaratkvæðagreiðslu með þeim afleiðingum að styrkja málstað höfuðpaura andlýðræðisaflanna og á þann hátt koma öllu aftur í fyrra horf, þ.e. 2007.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur