Mánudagur 22.10.2012 - 22:10 - FB ummæli ()

Hver á að semja stjórnarksrá

Það virðist sem að þeir sem mættu ekki í þjóðaratkvæaðagreiðsluna um væntanlega nýja stjórnarksrá séu orðinn hópur með sérþarfir. Hann fær mikla athygli hjá sumum og honum eru gerðar upp margvíslegar skoðanir og óunnin réttindi. Það er nú þannig að þeir sem mæta ekki í prófið hafa ekki áhrif á útkomuna. Sjálfur veit ég ekki hvers vegna nokkrum datt til hugar að mæta ekki, hógværð með ólíkindum.

Persónulega finnst mér að Alþingi Íslendinga eigi ekkert að skifta sér af stjórnarskránni. Ég sé stjórnarskrána sem verklagsreglur fyrir valdið samið af almenningi. Þess vegna ættu svör við spuringunum sex að ganga beint til stjórnlagaráðs en ekki Alþingis. Auk þess myndum við losna við alla þessa umræðu um hvað þingmönnum finnst um hitt og þetta í tengslum við atvkæðagreiðsluna. Það er kannski sjálfsögð kurteisi að leyfa skólanemum að hafa álit á skólareglum en engum skólameistara dettur til hugar að láta þá ráða reglunum. Það er almenningur sem á að semja stjórnarskrá til að takmarka vald þeirra sem valdið er falið tímabundið, valdið sem er í raun almennings.

Vegna smá misskilnings er Alþingi blandað inn í ferlið í dag.

Okkur væri öllum mikill greiði gerður að þingmenn gerðu sér grein fyrir því að aðkoma þeirra er meira byggð á misskilningi en þörf.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur