Laugardagur 27.10.2012 - 00:01 - FB ummæli ()

Gluggapóstur

Samkvæmt grein í Viðskiptablaðinu í gær er vá fyrir dyrum. Þrotabú gamla Glitnis og Kaupþings fara bráðum að fá greitt út sinn hlut. Ef þeir fá hann í erlendum gjaldeyri þá munu Íslendingar ekki eiga afgang fyrir annan rekstur. Auk þess mun íslenska krónan falla og það mun orsaka aukinn kostnað fyrir okkur innanlands og aukna verðbólgu. Ef þrotabúunum verður greitt út í íslenskum krónum þá verður mikil verðbólga af þeim sökum. Hagur þrotabúanna fer ekki saman við hag Íslands.

Það er í höndum Seðlabankans að gefa leyfi fyrir því að greiða út í erlendum gjaldeyri. Samkvæmt því er ábyrgð hans mikil og ekki hægt annað en að vonast til að hollusta hans sé öll með íslenskum almenningi en ekki fjármálavaldinu.

Vogunarsjóðir, lífeyrissjóðir, bankar og önnur fjármálaapparöt hafa haft mjög greiðan aðgang að buddu almennings hingað til með góðfúslegu leyfi íslenskra stjórnvalda. Það vekur vissan ugg í brjósti því af verkunum skulum við þekkja þá.

Það verður að bregðast við þessu ástandi. Gegnsæi er skilyrði. Ef við skattgreiðendur eigum að standa straum af hagnaði vogunarsjóða er það lágmark að við vitum fyrir hvern og fyrir hvað við eigum að greiða. Við viljum fá aðgang að upplýsingum þannig að við getum tekið upplýsta ákvörðun og neitað að greiða ef við metum það svo að það séu okkar hagsmunir.

Bara gluggapóstur frá ”Nígeríu” er ekki við hæfi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur