Laugardagur 27.10.2012 - 23:41 - FB ummæli ()

Hvert stefnum við

Það fjármálakerfi sem kom okkur í efnahagslegt hrun er fullreynt og virkar ekki. Það finnast engar lausnir fyrir almenning innan þess kerfis. Þess vegna finnur enginn sem hallar sér að því lausnir fyrir almenning. Það þorir enginn að breyta því og því höldum við áfram að vera hamstur á hjóli fyrir fjármálakerfið. Bankar og stórfyrirtæki nýta sér úrræðaleysi stjórnmálamanna og veita þeim leiðsögn sem endar alltaf með verri útkomu fyrir almenning. Sumir trúa því að þeir séu að gera rétt en aðrir fylgja með straumnum, enginn í raun slæm manneskja en grípa ranga leiðsögn í úrræðaleysi sínu.

Það gæti verið einfalt og þægilegt að lifa og hrærast í því kerfi sem er til staðar. Afleiðingin er áframhaldandi óánægja nema þeirra sem sitja efst í píramídanum. Ef það væri ekki fyrir ótímabæran dauða, fátækt og styrjaldir gæti manni kannski staðið á sama. Sennilega er það það sem veldur ónæði í hugum fólks í leit að betra kerfi.

Eitt af því sem rekur mann á fætur er skuldin. Skuldin rænir okkur tíma til að vera með okkur sjálfum og okkar nánustu. Það er skuldin sem veldur niðurskurði í velferðakerfi þjóða. Það er skuldin sem gerir fátækum ríkjum ókleift að næra börnin sín. Sigrað land skuldar hernámsliðinu líf sitt.

Skuldin eykst stöðugt og því þarf að beisla hana og í því felst stóra breytingin sem við verðum að framkvæma, ef við þorum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur