Föstudagur 02.11.2012 - 22:19 - FB ummæli ()

Landspítalinn og kreppan

Það var frétt sem stakk mig í dag. Hún fjallar um neikvæða afstöðu unglækna til Landspítalans sem vinnustaðar. Slæm starfsaðastaða í víðum skilningi, mikið álag og tímaleysi. Þessi niðurstaða á ekki að koma á óvart. Þegar hugsað er til þess að Landspítalinn hefur þurft að skera niður um 24% frá hruni er ekki sérkennilegt að eitthvað bresti. Að spítalinn er það sem hann er í dag er eingöngu frábæru starfsfólki hans að þakka.

Núna vinn ég í Svíþjóð og grískum læknum hefur fjölgað mikið þar síðustu árin. Þetta er vel menntað og harðduglegt fólk. Það hafði í hyggju að læra til sérfræðings í sínu eigin landi en vegna kreppunnar hefur það flúið slæm kjör í Grikklandi.

Bæði löndin hafa lent í bankakreppu og miklum niðurskurði, sýnu meir í Grikklandi, sem hefur skaðað verulega framtíð þessa unga fólks.

Sumir kenna um evru eða evruleysi, skattsvikum Grikkja, flatskjárkaupum Íslendinga, vinstri eða hægri pólitík, meðlimur í ESB eða ekki. Orsakir og afleiðingar kreppunnar í báðum löndum hafa í sjálfu sér ekki neitt með fyrrnefnd atriði að gera. Það sem bæði löndin og mörg önnur eiga sameiginlegt er að einkafyrirtæki fara í gjaldþrot og skaðinn er settur á herðar hins opinbera sem verður síðan að skera niður heilbrigðisþjónustu .

Um er að ræða margendurtekna sögu og lausnirnar þekktar. Þess vegna er ábyrgð okkar mikil að tileinka okkur þær lausnir. Til að svo verði verða allir sem vilja leysa vandann að sameinast og eina forsendan verður að vera framtíð barnanna okkar en ekki eigin frami.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur