Föstudagur 16.11.2012 - 22:48 - FB ummæli ()

Afi og við

Afi hefði orðið 113 ára í þessum mánuði. Hans veröld var um margt öðruvisi en okkar. Hans kynslóð byggði upp þjóðfélagið og barðist fyrir betri kjörum verkamanna, félags- og heilbrigðiskerfi. Núna eru mörg lönd í Evrópu að brjóta þetta velferðarkerfi niður og við á Íslandi höfum einnig fengið að finna fyrir því. Allt er það gert til að bjarga einkabönkum.

Munurinn á okkur og kynslóð afa er að fyrir þeim var samstaða algjör nauðsyn. Kjörin voru mjög kröpp sem gerði það að verkum að menn voru síður að deila um smáatriði eða að tortryggja náungann í baráttunni.

Til að verjast þessum árásum fjármálavaldsins á kjör Evrópubúa er almenningur í Evrópu að sameinast. Unnið er að því víðsvegar um Evrópu að sameina mótstöðuna. Verkföll í suður Evrópu þann 14. nóvember voru fyrstu verkföll og aðgerðir sem voru samþætt um alla Evrópu. Mörg stéttarfélög og önnur samtök stóðu að þessum baráttudegi. Fleiri baráttudagar munu fylgja í kjölfarið. Það er vaxandi skilningur innan margra ólíkra hópa í Evrópu að leggja til hliðar ágreining til að ná meginmarkmiðum og stöðva alræðisstjórn fjármálavaldsins yfir kjörnum fulltrúm Evrópu.

Á Íslandi höfum við það ennþá of gott til þess að hafa náð þessum skilningi. Sundrung og eiginhagsmunir ráða enn of mikið för. Alveg eins og kynslóð afa varð að standa saman og koma sér upp úr skítnum þurfum við líka að standa saman og treysta hvert öðru í baráttunni. Þar sem skortur er á því verður árangurinn í samræmi við það.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur