Laugardagur 17.11.2012 - 17:04 - FB ummæli ()

Skuldirnar margfaldast, segir Mogginn

og ekki lýgur hann..

Stína kennari fór út í búð að loknum vinnudegi og reyndi að greiða fyrir mjólkina með vinnudegi sínum en það gekk ekki því hún hafði enga peninga. Það tók enginn hana trúanlega þegar hún sagðist hafa kennt krökkum allan daginn.

Ef skólinn og búðin væru öll tilveran gæti skólastjórinn prentað miða fyrir Stínu kennara sem hún gæti notað til að flytja verðmæti vinnu sinnar út í búð og þannig fengið mjólkina afgreidda. Þessir skólastjóramiðar eru í sjálfu sér algjörlega verðlausir, bara flutningsmiðill á verðmætum eða geymsla á verðmætum kennslunnar hennar Stínu. Ef stjórnvöld tækju við þessum skólastjóramiðum sem greiðslu fyrir skattgreiðslum erum við að tala um fyrirbærið peninga.

Kostnaður skólastjórans við skólastjóramiðana var einfaldur prentkostnaður.

Samkvæmt þeim lögum sem gilda má skólastjórinn ekki búa til peninga, það er fölsun og er mjög alvarlegt brot. Það eru bara bankar sem mega búa til peninga. Ríkið býr bara til seðla og mynt.

Skólastjórinn gat áður búið til skólastjóramiða upp á kennaralaun, 300.000 þúsund sem dæmi, og eingöngu á efniskostnaði. Í dag þarf hann fá peningana hjá bankanum. Hann verður að fá þá að láni og endurgreiða þá auk vaxta. Kallast í daglegu tali Ríkisvíxlar eða Ríkisskuldabréf. Núna er skólastjórinn í vanda, hann er skuldugur bankanum vegna peninganna sem hann þarf að afhenda Stínu til að Stína geti flutt verðmæti kennslu sinnar út í búð. Þess vegna sér hann sig knúinn til að leggja tekjuskatt á Stínu og hækka skólagjöldin til að geta borgað bankanum fyrir peninga sem hann tók þar að láni og bankinn bjó til úr engu.

Þar sem bankar búa til peninga sem skuld þá eykst skuldin stöðugt í þjóðfélaginu, hjá öllum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur