Mánudagur 19.11.2012 - 20:24 - FB ummæli ()

Að kjósa stríð

Eftirfarandi kemur fram í fréttum RÚV í dag;

Eli Yishai, innanríkisráðherra Ísraels, segir hins vegar í samtali við ísraelska dagblaðið Haaretz að endanlegur tilgangur hernaðaraðgerðanna sé að varpa svo mörgum sprengjum að Gaza svæðið færist aftur í miðaldir, eyðileggja þurfi allar grunnstoðir samfélags Palestínumanna, taka í sundur vegi og neita þeim um aðgang að vatni. Aðeins þá verði öryggi Ísraels tryggt næstu fjóra áratugina.”

Mann setur hljóðan. Grunnelement manneskjunnar er að leysa sín vandamál með friði og samvinnu þar sem gagnsemi þess að vera dýr sem lifir í hópum er nýtt til hins ýtrsata til að sem flestir njóti góðs. Til eru undantekningar. Þær hafa tilhneigingu til að mála hópa eða þjóðir sem ”öðruvísi” og þannig réttlæta ofsóknir á hendur þeim. Þar sem Palestínumenn hafa sínar skoðanir, kröfur og vilja ekki sættast á að vera með í ”geyminu”, þ.e. sitja, standa og deyja eins Ísraelum þóknast og þá er best að sprengja þá aftur til miðalda.

Þessi hegðun hefur og er algjörlega óásættanleg og við sem þjóð getum ekki staðið bara hjá og yppt öxlum. Við verðum að minnsta kosti að gera ekkert sem auðveldar Israelum við að sprengja fjölda manns aftur til miðalda, það er lágmarkskrafa.

Það getur ekki skipt neinu máli hvaða pólitískar skoðanir við höfum, það hlýtur að vera gegn lífsskoðun okkar allra að almenningur sé sprengdur í tætlur og því ættum við öll að sameinast í því að mótmæla þessu stríði. Ef nægjanlega margir friðelskandi einstaklingar um gjörvallan heiminn sameinast í kröfu sinni um friðsamlega lausn þá hljótum við að lokum að yfirgnæfa þá sem vilja stríð.

Ef beint lýðræði væri reglan væri sennilega ekki til neinn her.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur