Föstudagur 23.11.2012 - 23:47 - FB ummæli ()

Tilgangur baráttunnar

Innan Evrópu fer fram mikil barátta. Hún snýst um hvort almenningur hafi völdin eða bankastofnanir. Hvort framkvæmdavald ESB láti að stjórn bankananna eða almennings. Sama barátta fer fram á Íslandi. Ég er í miklu sambandi við margskonar hópa sem berjast fyrir því í Evrópu að breyta ESB í verkfæri almennings en ekki banka eins og það er í dag. Ef grasrótarhópum innan Evrópu og verkalýðsfélögum verður vel ágengt þá gæti margt breyst til batnaðar. Þá yrði bönkum gert að taka sínu tapi sjálfir en leggja það ekki á herðar skattgreiðenda, eins og á Íslandi. Mikil umræða er um hvort hlutverk seðlabanka sé ekki misskilið, þeir ættu mun frekar að veita þjóðríkjum fjármuni, annað hvort án skuldar eða á núll prósent vöxtum til að viðhalda velferð og öðrum hlutverkum hins opinbera. Ef fram heldur sem horfir með vaxandi kúgun og niðurskurði á kjörum almennings í Evrópu mun upp úr sjóða fyrr en síðar með miklum skaða.

Íslensk grasrót á mikla möguleika á heimsvísu. Margir í Evrópu horfa til okkar vegna þjóðaratkvæðagreiðslanna um Icesave og endursköpunar nýrrar stjórnarskrár. Hvorutveggja finnst þeim mjög merkilegt. Ef íslensk grasrót og ný framboð byggð á henni myndu gera sér grein fyrir alþjóðegu mikilvægi sínu væri kannski minna um nöldur. Ef okkur tækist að knésetja fjórflokkinn sem hlýtur að vera fyrsta verkefnið er mikið unnið. Þar með væri grasrótin komin inn á þing með góðan meirihluta. Þá yrði unnið að byltingarkenndum áformum. Algjörri uppstokkun á fjármálkerfinu, kvótakerfinu, afnámi veðrtryggingar, leiðréttingu skulda, lágmarkframfærslu og öðrum málum sem snerta almenning. Ný stjórnrskrá flyti með sem ykju völd almennings verulega. Til þess verðum við að standa saman og styðja hvort annað og allar okkar aðgerðir verða að miða að því að koma á breytingum en ekki bara einhverjum einstaklingum á þing.

Við megum ekki gleyma rótinni og til hvers við fórum af stað að öðrum kosti verðu byltingin innflutt eins og annað Cocoa Puffs.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur