Þriðjudagur 29.01.2013 - 19:03 - FB ummæli ()

Er líf eftir Icesave

Nú er dómur fallinn hjá EFTA dómstólnum um Icesave og okkur í vil. Þá er ég að meina þjóðinni en ekki valdhöfunum, því það var þjóðin sem vildi þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki valdahafarnir.

Í sögulegu samhengi þegar kemur að þessum tveimur þjóðum, Bretum og Hollendingum, ættum við Íslendingar að standa á útkíkkinu og fylgjast með hvort herskip hennar hátignar birtist á sjóndeildarhringnum. Þau eru þekkt fyrir það að koma vilja sínum fram þrátt fyrir að hafa lag á því að tapa öllum Þorskastríðum gegn okkur.

Núna hefur íslenska þjóðin snurfusað bókhaldið nokkuð hjá ríkissjóði en þrátt fyrir það er nokkuð langt í land. Af útgjöldum ríkissjóðs fara um 20% í vexti vegna skulda sem til komu vegna bankahrunsins. Endursemja verður um skuldir landsins til að hér sé búandi fyrir almenning. Afnema verðtrygginguna, leiðrétta lán skuldugra heimila. Koma bleika fílnum úr smjörinu í ísskápnum, þ.e. lífeyrissjóðunum. Breyta sköttum svo almenningur geti tekið á hjólum atvinnulífssins. Afgreiða snjóhengjuna landinu til gagns, það gegnur bara betur næst verðum við að segja við fjárfesta, sorry.

p.s.

Ný stjórnarskrá setur þetta allt saman frekar í hendurnar á okkur, almenningi. Ekki slæmt eða hvað? Nú vitum við að við vitum betur.

Núverandi ríkisstjórn hefur ekki gert neitt í þessa veru, Bé og Dé jafnmikið. Hér þarf ný tök og nýja kústa. Dögun ætlar sér allt þetta sem talið er upp hér að ofan. Eina spurningin er hvort kjósendur hafa hugrekki til að breyta, þeirra er ákvörðunin eins og í Icesave.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur