Fimmtudagur 31.01.2013 - 19:00 - FB ummæli ()

Fá bara hjúkrunarfræðingar úrslitakosti

Sjúkrahús eru starfrækt fyrir sjúklinga og árangurinn metinn hversu stór hluti þeirra kemst aftur út; lifandi, lítt skaðaður eða fær friðsælt andlát.

Íslenska Ríkisstjórnin hefur gert hjúkrunarfræðingum tilboð og er það kallað úrslitakostir samkvæmt fréttum. Einhvern veginn fæ ég það á tilfinninguna að tilboðið sé ekki gott en vonandi hef ég rangt fyrir mér. Ef grunsemdir mínar eru réttar þá er voðinn vís.

Vel mönnuð sjúkrahús af hjúkrunarfræðingum sýna betri árangur en þau sem eru undirmönnuð. Það eru því meiri líkur að lifa af ef maður lendir á sjúkrahúsi sem er vel mannað af hjúkrunarfræðingum. Þess vegna vill svo til að þessir úrslitakostir til hjúkrunarfræðinga geta allt eins verið úrslitakostir sjúklinganna á Landspítalanum. Það má vera að núverandi Ríkisstjórn geri ekki ráð fyrir morgundeginum en ég geri það. Ég vil ekki detta inn á illa mannaðan Landspítala, ég vil ekki hljóta skaða vegna þess að menn skáru við nögl, vegna heimsku.

Ríkisstjórn sem ólm vildi borga Icesave.

Menn máttu vita það í ljósi sögunnar að fylgja ráðum AGS gæti orðið þjóðinni skeinuhætt. Að telja það skyldu sína að fullnægja þörfum gjaldþrota bankakerfis bendir til brenglaðs verðmætamats. Ef peningar væru í rúmunum á Landspítalanum myndi þá Ríkisstjórnin bregðast öðru vísi við, eða hvað?

Eða eigum við bara að fara að velja fjalirnar í kistuna áður en við leggjumst inn?

 

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur