Föstudagur 22.02.2013 - 21:51 - FB ummæli ()

Kjarkur

Ef Dögun fengi hreinan meirihluta á Alþingi, hvað myndum við þá gera. Þá hefðum við enga afsökun. Það er í raun ekki neitt vandmál því að þeir sem eru í framboði fyrir Dögun þyrstir í að koma á réttlæti á Íslandi. Hvort hægt sé að flokka hugsjónir okkar í einhvern –isma skiptir okkur ekki máli, það er himinhrópandi skortur á réttlæti sem dregur okkur áfram.

Fjármálavaldið er mikil áskorun. Undir þennan hatt getum við sett alla þá sem lána peninga; banka, lífeyrissjóði, Íbúðarlánasjóð og sparisjóði. Auk þess eru allir sem eru skuldlausir og jafnvel eiga einhverja sjóði á bók eða í öðru formi hluti af fjármálavaldinu. Ástæðan er sú að þeirra hagsmunir fara saman með fjármálavaldinu. Þeir vilja alveg jafn mikið ávaxta pund sitt eins og lánadrottnarnir í þjóðfélaginu. Þess vegna er þjóðin klofin. Þess vegna vil ég vekja athygli á því að þeir sem standa upp og tala um sanngirni til handa lánadrottnum eða einhvern meðalveg til að halda friðinn eru sjálfsagt í sömu sporum og þeir þ.e. lánadrottnanna.

Það er enginn friður til staðar, lánadrottnar sögðu lántakendum stríð á hendur haustið 2008 og það geisar enn, bendi bara á þetta ef einhver hefur misst af því. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að skuldir almennings aukast sífellt vegna verðtryggingarinnar og samfara minnkandi kaupmætti þá getur þetta aldrei endað vel.

Dögun hefur tekið afstöðu og tekur hagsmuni lántakenda fram yfir hagsmuni lánadrottna, bara svo því sé haldið til haga. Úr kjarnastefnu Dögunar:

”Öflugar aðgerðir í þágu heimila
Leysa verður skuldavanda heimilanna með róttækum hætti og bæta aðstöðumun almennings gagnvart fjármálavaldinu. Leita skal lausna á forsendum lántakandans frekar en lánveitandans. Við viljum tafarlaust afnám verðtryggingar á neytendalánum og almenna leiðréttingu húsnæðislána. Þá viljum við að lágmarks framfærsluviðmið verði lögfest og að vextir í landinu verði hóflegir”.

Við ætlum að afnema verðtrygginguna og það snarlega. Við ætlum að vaða í almennar leiðréttingar lána þeirra sem lentu verst í hruninu. Því miður hafa margir orðið gjaldþrota og flúið land og þau sár verða ekki bætt með peningum.

Við í Dögun höfum skýra stefnu í málefnum lántakenda og munum því ekki hika við að taka slaginn. Slagkraftur okkar fer algjörlega eftir því fylgi sem við fáum. Það er því í höndum kjósenda hversu mikið við munum koma til leiðar á næsta kjörtímabili.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur