Miðvikudagur 06.03.2013 - 17:17 - FB ummæli ()

Stjórnarskráin okkar

Ég tel að margir geti verið því sammála að ferli nýju stjórnarskrárinnar okkar hafi verið lýðræðislegt eins og framast var unnt. Að minnsta kosti var hún ekki samin einhvers staðar af fámennum hópi út í horni. Ég hefði sjálfsagt skrifað sjálfur aðeins öðruvisi stjórnarskrá en það er allt önnur ella.

Mér finnst eindreginn vilji hjá þjóðinni að þessi tillaga að stjórnarskrá verði samþykkt á Alþingi og komi síðan til kasta þjóðarinnar, að fella eða samþykkja. Þingmenn eru að grípa inní þennan feril, þeir eru að setja sig í dómarasætið og ákveða hvað sé best fyrir þjóðina. Réttara sagt eru þeir að aðlaga ferli stjórnarskrárinnar að þingsköpum. Ef það þarf svo mikinn tíma til að þess að rökræða vilja þjóðarinnar verður bara að fresta þinglokum. Auk þess má takmarka ræðutímann.

Við erum mörg hver sem viljum nýja stjórnarskrá til þess að takmarka völd ykkar á Alþingi og auka völd almennings. Þið sem strandaglópar hrunsins lofuðuð okkur nýrri stjórnarksrá til að fá stólana aftur, þið fenguð þá útá þau loforð. Það verður ekki endurtekið.

Ég veit að þetta er endurtekning en kæru þingmenn, vald ykkar kemur frá þjóðinni en ekki LÍÚ eða bönkunum, reynið að skilja það.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur