Föstudagur 08.03.2013 - 17:54 - FB ummæli ()

Vorpróf

Það er ekki mikið traust sem við berum til valdhafanna í þessu landi. Einnig grunum við þá um græsku. Slíkt ástand er skelfilegt. Leyndarhyggjan er mikil og eingöngu innmúraðir vita helstu plottin.

Verður kvótafrumvarpið samþykkt og nýrri stjórnarskrá hent út.

Verða vogunarsjóðir á fóðrum hjá íslenskri þjóð, sú sama sem skapar gróða bankanna.

Þarna inní valdinu stendur þeim alveg á sama um útburð einstaklinga af heimilum sínum.

Er nægt fé hjá gjaldþrota þjóð í gæluverkefni eins og enginn sé morgundagurinn?

Ætla þeir að selja Landsvirkjun?

Ætla þeir að lyfta gjaldeyrishöftunum og rústa því þjóðfélagi sem við þekkjum, endanlega.

Mun íslenskt þjóðríki hverfa vegna innri fúa eins og Róm forðum daga?

 

Margir á Íslandi eiga þann draum að breyta spilltu þjóðfélagi til hins betra og kjarninn í þeirri hugmynd var að koma fjórflokknum frá völdum og eða hlutleysa áhrif hans sem mest og auka völd almennings. Allir þeir sem deila þessum draumi með sér verða núna að mæta á völlinn og af fullri alvöru taka á honum stóra sínum svo það takist í næstu kosningum. Samtakamátturinn verður því settur í vorpróf 27. apríl n.k..

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur