Sunnudagur 10.03.2013 - 21:37 - FB ummæli ()

Hver á að borga

Að leiðrétta forsendubrestinn vegna glæpsamlegrar hegðunar fjármálaflanna í samvinnu við meðvirk stjórnvöld mætir andstöðu. Hver á að borga spyrja menn. Íbúðalánasjóður sem hefur lánað mikið af verðtryggðum lánum mun eingöngu koma vel út ef allir standa í skilum. Þar sem það hefur ekki verið reyndin og væntanlega munu fleiri ekki geta staðið undir afborgunum stefnir í að aföllin þar verði mikil sem muni síðan lenda á skattgreiðendum. Er þá ekki skynsamlegra að ná samkomulagi um minnkun á greiðslubyrði og ÍLS fái afganginn að minnsta kosti.

Umræðan er því miður sú að ÍLS tapi peningum eingöngu ef forsendubresturinn verður leiðréttur, það sé eina leiðin til þess að ÍLS tapi peningum. Þess vegna verðum við að hafna leiðréttingunni til að vernda skattborgarana segja úrtölumenn. Eins og fyrr segir þá tapast fé núna og mun halda áfram og góð afkoma sjóðsins byggir á því að flest allir séu í skilum og svo er ekki.

Meðan orðræðan er á þennan veg frá meirihluta kjörinna fulltrúa okkar á Alþingi er þar hvorki hollusta við illa setta samborgara né skynsemina. Að fylgja þessari stefnu er kostnaðarsamasti valmöguleikinn fyrir skattgreiðendur.

Skuldir sem ekki er hægt að borga verða ekki greiddar, alveg sama hvað menn berja hausnum oft við steininn. Mun skynsamlegra er að semja um lækkun skulda til að gera fólki kleift að standa í skilum. Að auki er það réttlætismál.

Að framkvæma almenna leiðréttingu húsnæðislána er eitt af aðal stefnumálum Dögunar og er þess vegna í kjarnastefnu okkar.

„Öflugar aðgerðir í þágu heimila
Leysa verður skuldavanda heimilanna með róttækum hætti og bæta aðstöðumun almennings gagnvart fjármálavaldinu. Leita skal lausna á forsendum lántakandans frekar en lánveitandans. Við viljum tafarlaust afnám verðtryggingar á neytendalánum og almenna leiðréttingu húsnæðislána. Þá viljum við að lágmarks framfærsluviðmið verði lögfest og að vextir í landinu verði hóflegir“.

Sjá: http://www.xdogun.is/kjarnastefnur/

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur