Sunnudagur 31.03.2013 - 17:25 - FB ummæli ()

” There is no alternative (TINA)”

Stundum hefur maður heyrt talað um ”realpolitik”. Það er pólitík sem inniheldur minna af hugmyndafræði og siðferðilegum vangaveltum og meira af raunsæi. Stundum er Tony Blair nefndur til sögunnar og þá í þeim tilgangi að styrkja slíka stefnu. Þessa pólitík hafa sócíaldemókratar tileinkað sér í sínum málflutningi. Gagnsemi þessarar pólitíkur er af tvennum toga. Hægt er að tala niður til allra hugsjónamanna og telja þá til óraunsæismanna og hitt að auðveldara var fyrir kratana að samsama sig með Thatcher þegar hún sagði að ”There is no alternative (TINA)”.

Í raun er tekist á um þessar áherslur í pólitík dagsins. Realpolitk stefnir á íhaldsemi með litlum breytingum nema í þágu fjármálaaflanna. Að ætla sér að afnema vertrygginguna, leiðrétta forsendubrestinn, lögleiða lágmarksframfærslu, virða náttúruna, bjarga auðlindum, breyta stjórn fiskveiða og koma á réttlæti flokkast undir óraunsæi. Oft talað um ”lýðskrum”. Þessi síbylja um realpolitik/TINA gefur þjónum fjármagnsins þau forréttindi að þurfa ekki að rökstyðja  skoðanir sínar heldur dugar að vísa í að við hin séum óraunsæ/lýðskrumarar og þeir ástundi realpolitik. Sú mikla ábyrgð sem felst í realpolitik er að kúga samborgarana í þágu forréttindahópanna. Hugsjónrafólk er í þeirri stöðu að þurfa að afsanna TINA-þvættinginn.

Hvaða raunsæi felst í afskriftum á skuldum auðstéttarinnar, milljörðum, eða þá fullri innistæðutryggingu ríka fólksins haustið 2008, þar og þá voru til nægir fjármunir og ekkert óraunsæi á ferðinni, bara realpolitik.

Ef fjórflokkurinn kemst til valda aftur á næsta kjörtímabili er mikil hætta á því að Íslandi verði stjórnað í þágu fjármagnsins næstu fjögur árin eins og síðastliðin fjögur ár. Snjóhengjan losuð á kostnað skattgreiðenda, lánadrottnar reki fólk af heimilum sínum, auðlindir í eigu stórfyrirtækja, kvótagreifar sitji að öllum hagnaði sjávarútvegsins og íslenska krónan í frjálsu falli.

Að kjósa fjórflokkinn eða Bjarta framtíð er ekki valmöguleiki fyrir þá sem vilja breytingar. Þeir verða að kjósa eitthvað annað og get ég mælt með Dögun og hvet alla til að kynna sér þann valkost.

Almenningur verður að gera sér grein fyrir að TINA var fundið upp til að þagga niður í breytingaröflunum og viðhalda völdum fjármagnsins, ef þú ert sáttur við það þá kýst þú fjórflokkinn og Bjarta framtíð, annars okkur hin.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur