Laugardagur 06.04.2013 - 20:13 - FB ummæli ()

Hverjum er sjálfrátt

Við vitum að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn láta vel að stjórn banka, LÍÚ og virkjunarsinna, það kennir reynslan okkur. Rannsóknarskýrslan sagði okkur margt um það og einnig að vinnubrögðin væru afleit hjá stjórnvöldum. Núverandi kjörtímabil kenndi okkur Íslendingum líka góða lexíu. Núna vitum við að það breyttist ekkert í megindráttum við það að fá vinstri stjórn. Farið var að kröfum AGS, bankarnir endurreistir á kostnað skattgreiðenda, bönkunum gefið veiðileyfi á skuldug heimili, 3 fjölskyldur bornar út á dag og svo mætti telja áfram. Núverandi Alþingi átti ýmsa valmöguleika þegar kom að lausn ýmissa mála en fórnaði yfirleitt hagsmunum almennings fyrir sérhagsmuni fjármagns og kvótaeigenda.

Þar stöndum við í dag og það er með ólíkindum að tilfinning margra er að þingmönnum sé ekki sjálfrátt, þeim sé í raun stjórnað af sérhagsmunum fjármagnsins. Vonbrigðin eru skiljanleg og almenningur er uppgefinn á þessari pólitík.

Ég tel að mikið sé í húfi í næstu kosningum. Þeir sem taka við stjórninni munu þurfa að taka afstöðu með eða á móti almenningi. Að orða þetta á þennan hátt um kjörna fulltrúa okkar er geggjun en svona er komið fyrir okkur. Verður kröfuhöfum bankanna greitt út með lífeyri okkar. Verður snjóhengjunni hleypt út svo nota þurfi gjaldeyrisvarasjóðinn. Verður fjöldskyldum áfram kastað á dyr í þágu lánadrottna. Munu virkjanir og verksmiðjur verða viðvarandi dóp fyrir efnahaginn. Reynslan er ólygnust og hún segir okkur að fjórflokkurinn muni ekki greiða götu almennings í viðskiptum hans við sérhagsmunaöflin á Íslandi.

Kjósendur verða að axla ábyrgð og kynna sér vel þá valkosti sem eru í boði. Það er lýðræðisleg ábyrgð og skylda kjósenda, þ.e. að veita upplýst samþykki fyrir því að einhver stjórni í umboði þeirra. Ég skora á alla kjósendur að kynna sér vel stefnu Dögunar því við ætlum okkur að standa með almenningi og koma böndum á sérhagsmunaöflin. Hvers konar framtíð vilt þú fyrir þig og þína, það er í þínum höndum kæri kjósandi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur