Miðvikudagur 17.04.2013 - 20:38 - FB ummæli ()

Spyrjum fyrst og kjósum svo

Það er tekist á um landið okkar. Fjármagnseigendur vilja fá sitt það er sinn hlut í gömlu bönkunum, snjóhengjuna og fleira. Við eigum engan gjaldeyri til þess. Þá verðum við að nota gjaldeyrisvaraforða AGS og þá er hann orðin okkar skuld. Þar sem við eigum ekki einu sinni gjaldeyri til að standa í skilum á skuldum okkar þá er slík ráðstöfun óðs manns æði.

Við verðum að gera okkur grein fyrir því að fjármagnseigendur blésu upp bólu hér til að græða fyrir hrun og höfðu eigin gróða að leiðarljósi en ekki almannahag frekar en opinberir aðilar sem töluðu bara um veislur hér og þar. Nemum staðar og skynjum að þetta atferli var glæpur gagnvart þjóðinni og ekki hefur vottað fyrir iðrun.

Núverandi fjórflokkur hefur gengið erinda fjármagnseigenda í nútíð og fortíð og þess vegna eru allar líkur á því að svo verði áfram. Ef fjórflokkurinn kemst aftur til valda verður hag almenningss fórnað fyrir hag fjármagnseigenda, það er nokkuð víst. Sviðsmyndin verður þá þjóð sem er föst á önglinum. Mjög skuldsett og sífelld þörf á nýjum lánum og lánalínum frá AGS. Þjóð sem verður að skera mjög mikið niður í velferðinni, meira en nú. Þjóð sem verður að auka samkeppnishæfni sína með því að kasta fyrir borð öllum réttindum sem unnist hafa í áranna rás með verkalýðsbaráttu foreldra okkar og foreldra þeirra. Þjóð sem verður að sætta sig við allt fleiri álbræðslur og að vinna í þeim til að borga skuldir. Skuldir sem komu til af græðgi fárra útvaldra.

Hvað villt þú kæri kjósandi. Vilt þú treysta atkvæði þínu hjá nýju stjórnmálaafli sem heitir Dögun sem lofar að kasta sér fyrir ljónin, fjármagnseigendur og berjast fyrir hag almennings eða ætlar þú að steypa framtíð landsins í álbræðslur á lágmarkskaupi til að borga skuldir annarra.

Þitt er valið en mundu, það er tekist á um landið okkar og það verður gert í þessum kosningum en ekki síðar.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur