Laugardagur 20.04.2013 - 19:41 - FB ummæli ()

Að láta Ísland sigla sinn sjó

Kjósendur hafa mismunandi ástæður fyrir því að kjósa þennan eða hinn flokkinn. Sumir eru vinstri menn og leggja áherslu á að velferðakerfið gefi öllum sem líkust kjör til að þroskast og dafna. Aðrir eru hægri menn og vilja frelsi einstaklingsins til að græða á daginn og.. Jafnvel eru til menn sem trúa því að það komi þeim efnaminni til góða. Síðan er til fólk sem mismunandi blanda af þessu öllu.

Það sorglega er að allir hóparnir eru arðrændir og þeir virðast vera sáttir við það. Að minnsta kosti kvarta þeir ekki en halda áfram að auka(vinstri) eða lækka(hægri) skatta á samborgurum sínum. Hinn raunverulegi arðræningi horfir á og sér að leikföngin virka vel  og þjóna sínum tilgangi. Það er engin hætta á því að allir sameinist gegn mér, þess vegna fann ég upp hægri og vinstri ekki satt?

Hinn raunverulegi arðræningi eru þeir sem búa til peningana okkar sem skuld. Það eru bankarnir sem gera það og hafa einkaleyfi á því. Þess vegna þurfa allir verkamenn að vinna aukalega til að borga fyrir peninga sem búnir eru til sem skuld. Þess vegna þurfa fyrirtækjaeigendur að eiga meiri afgang í sínu fyrirtæki til að borga fyrir peninga sem eru búnir til sem skuld.

Á Íslandi hafa bankarnir fóðrað fjórflokkinn beint eða með milliliðum og tryggt sér vinnufrið. Þau framboð sem bönkunum steðjar hætta af hafa skipt sér í margar smáfylkingar því bankarnir voru svo heppnir að ágreiningur var næg ástæða til að láta Ísland sigla sinn sjó. Við í Dögun lögðum upp með það að sameina alla en það mistókst. Þar með virðist sem fjórflokkurinn muni sigla næsta tryggur áfram. Kjósandi góður þú getur að minnsta kosti lágmarkað skaðann af brotabrölti okkar og sleppt því að kjósa fjórflokkin. Að sjálfsögðu mæli ég með Dögun.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur