Mánudagur 22.04.2013 - 23:20 - FB ummæli ()

Að horfast í augu við staðreyndir

Fyrir stafni í íslenskri pólitík eru mörg vandamál og þau eru rædd en á einhvern hátt á almenningur erfitt með að ná alvarleikanum. Sennilega er of mikið suð í umræðunni. Það kom fram í skýrslu Seðlabanka Íslands í mars að við munum ekki getað staðið í skilum með afborganir af lánum Íslands á næstu árum. Að sjálfsögðu á slík niðurstaða að heltaka íslenska pólitík í dag en gerir það ekki.

Dögun hefur bent á þetta fyrir alllöngu síðan og vill mæta þessu vandamáli með því að reyna að endursemja um skuldir okkar. Það er raunhæft og sjálfsagt fyrsta skref. Því miður snýst hin pólitíska umræða um mörg önnur atriði sem munu aldrei verða á dagskrá ef við leysum ekki þetta skuldavandamál fyrst. Það ætti að vera öllum ljóst.

Vandamálið er að vandamálið er ekki viðurkennt en það hverfur ekki þrátt fyrir það, því miður.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur