Mánudagur 22.04.2013 - 00:01 - FB ummæli ()

Hvað viltu

Það eru margir í nettu áfalli yfir því að það virðist stefna í valdatöku Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna eftir kosningar. Þeir hafa hingað til staðið með þeim öflum í þjóðfélaginu sem stjórna í valdi auðs. Hjá þeirri valdastétt verða hagsmunir almennings oftast afgangsstærð. Sjálfstæðisflokkurinn er víst bara reynslunni ríkari en annars óbreyttur.

Þar með getum við gengið að því sem vísu að allar breytingar á stjórn fiskveiða eða útdeilingu á kvóta verði núverandi kvótagreifum þóknanlegar. Að breyta þessu kerfi er eitt af aðalatriðum í stefnu Dögunar og er þess vegna í kjarnastefnu hennar. Við viljum stokka upp stjórn fiskveiða til að auka afla og, við viljum frjálsar handfæraveiðar, við viljum að þjóðin fái mun meira í sinn hlut af þessari auðlind. Eða eins og segir í stefnu Dögunar:

  • Að fullt jafnræði verði í aðgengi að veiðiheimildum.
  • Að greitt verði auðlindagjald fyrir afnotin sem renni til ríkis og sveitarfélaga.
  • Að framsal, framleiga og veðsetning veiðiheimilda verði óheimil.
  • Að aflahlutur sjávarbyggða sé tryggður og hluti veiðileyfa svæðisbundinn.
  • Að öllum nýtanlegum afla sé landað og enginn hvati verði til brottkasts m.a. með því að kvótasettum fisktegundum verði fækkað.
  • Að fjárhags- og rekstrarlegur aðskilnaður sé tryggður milli veiða og fiskvinnslu, allur afli fari á markað og verðmyndun sé 100% bundin fiskmörkuðum.
  • Að veiðiráðgjöf verði endurskoðuð og fleiri aðilar komi að ráðgjöfinni.
  • Að handfæraveiðar verði frjálsar.
  • Að settar verði framfylgjanlegar reglur um umgengni við auðlindina og hafsbotninn til að stuðla að endurnýjun, sjálfbærni og notkun umhverfisvænni veiðarfæra og aðferða við veiðar.

Fjórflokkurinn vill ekki né getur komið þessum breytingum á þrátt fyrir yfirgnæfandi vilja þjóðarinnar. Þess vegna skaltu kjósa Dögun, X-T, ef þú vilt raunverulegar breytingar.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur