Fimmtudagur 25.04.2013 - 22:53 - FB ummæli ()

Hvers vegna heldur fjórflokkurinn völdum

Samkvæmt skoðanakönnunum þá stefnir í að fjórflokkurinn haldi sínum völdum. Við getum þar með sagt að Búsáhaldarbyltingunni sé lokið. Reyndar er hugsanlegt að Vinstri grænir fylli Austurvöll að nýju ef D og B mynda næstu ríkisstjórn. Það virðist fara þeim best að öskra á auðvaldið utan girðingar en að hjóla í það á Alþingi.

Dögun var stofnuð til að sameina alla þá sem vildu gefa fjórflokknum frí. Meginástæðan er að fjórflokkurinn er verkfæri séhagsmunaaðila eða auðvalds eins og það hefur lengstum verið kallað. Tilraunin mistókst. Lilja Mósesdóttir vildi stofna sinn flokk, Birgitta vildi stofna sinn flokk og Lýður vildi stofna sinn flokk. Sturla vildi stofna sinn flokk, Halldór í Holti vildi stofna sinn flokk og svo framveigis.

Hugmyndin var að sameinast fyrir þessar kosningar og komast til valda. Afnema 5% þröskuldinn ásamt fleiri umbótamálum. Síðan væri hægt að bjóða fram seinna í mörgum litlum flokkum sem kæmu sínum mönnum að.

Líf Búsáhaldarbyltingarinnar er í höndum þjóðarinnar á laugardaginn. Var henni ekki stefnt gegn fjórflokknum og spillingunni, ég bara spyr.

Dögun er valmöguleiki því við í Dögun ætlum að hjóla í sérhagsmunahópana í anda Búsáhaldarbyltingarinnar, kjóstu X-T.

 

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur