Föstudagur 03.05.2013 - 22:03 - FB ummæli ()

Fyrsta maí gangan

Er að hlusta á útvarpsþátt frá 1958 þar sem Sigurður Magnússon rifjar upp fyrstu fyrsta Maí gönguna 35 árum áður. Í raun hefur ekki svo mikið breyst, sömu kröfur og sama umtal. Mogginn taldi 40 kröfumenn en Alþýðublaðið 5000, aðallega vegna þess að þeir töldu konur og börn með en Mogginn ekki.  Konur vildu sömu laun og karlar og sv fr.. Það kom einnig fram að almenningur var feiminn við að taka þátt í göngunni en margir horfðu á gönguna. Almenningur er enn hræddur við að taka þátt í mótmælum nema þau séu orðin almennt viðurkennd.

Þrátt fyrir það eru lífskjör og samtrygging allt önnur í dag en þá, þannig að mikið hefur nú áunnist. Þrátt fyrir það er hægt að endurflytja ræðuna frá 1923 með minniháttar breytingum í dag. Alltaf er nú baráttan eins og um sömu grundvallarmál. Framganga sögunnar er ekki jafnt og þétt uppá við heldur upp og niður. Í dag erum við að missa ýmis réttindi sem hafa áunnist. Sést það best í löndum suður-Evrópu þar sem er verið að gera þau meira ”samkeppnishæf” við önnur lönd, þ.e. láglaunalönd þar sem saumastofur hrynja eða brenna.

Í fyrstu ræðunni kemur fram gagnrýni á ”heimska borgara” en þeir eru þeir sem telja sig örlítið fínni en verkamennirnir og kynna sér ekki málin nægjanlega vel. Ef allir skynjuðu stöðu sína rétt þá væri mun meiri samstaða en ekki sundrung. Draumurinn um einn jafnaðarmannaflokk kemur glöggt fram eins og er enn þann dag í dag. Í dag segjum við að 99% eigi að sameinast gegn eina prósentinu sem á allt og ræður öllu, m.a. örlögum okkar.

Í ljósi þess að valdið er enn á sama stað og 1923, vegna þess að enn er barist um sömu grundvallarmálin og flest allt er sér líkt. Þá vaknar sú spurning hvort baráttan sé á röngu spori. Þegar auk þess er haft í huga að þegar Íslendingar fengu sterka vinstri sjórn með góðan meirihluta þá skalf hún og nötraði af ótta við valdið. Erum við að berjast mest hvert við annað og hið raunverulega vald er stikkfrí?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur