Miðvikudagur 15.05.2013 - 23:40 - FB ummæli ()

Hver stjórnar

Það að íslensk vinstri stjórn með stórhuga áætlanir varð að smjöri í höndum fjármálavaldsins er ekki einstakur atburður, mun frekar endurtekin saga. Slíkt hefur gerst í öðrum löndum margsinnis.

Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar gefur góða lýsingu á þessum raunveruleika í viðtali sem er sagt frá í Speglinum. Þar segir hann að hópur valdamestu manna innan Evrópusambandsins hafi verið nær valdalausir gagnvart bönkunum, þ.e. þeir urðu að sméri.

Ef ESB situr og stendur eins og bankarnir segja þá er ekki skrítið að Jóhanna geri það líka.

Við erum ekki lengur að tala um  óeðlilega samvinnu milli fjármagns og stjórnmála heldur að stjórnmálamenn taki við fyrirmælum frá bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum. Í raun er lýðræðið liðið umdir lok.

Ef almenningur vill breytingar verður hann fyrst að skilgreina vald bankanna og svifta þá síðan því valdi og flytja það til almennings. Þangað til verður engin breyting á valdaleysi kjörinna fulltrúa okkar og ekkert raunverulegt lýðræði í boði. Í raun nánast tómt mál að ræða pólitík þangað til því er lokið.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur