Laugardagur 07.09.2013 - 01:40 - FB ummæli ()

Landspítalinn, það sem er í askana látið

Landspítalinn okkar á við mikil vandamál að stríða. Birtingamynd vandans er atgerfisflótti lækna, bæði unglækna og sérfræðinga. Lyflækingasvið spítalans er núna í kreppu vegna undirmönnunar unglækna. Orsakir vandans eru margvíslegar. Aðalvandamálið eru launakjör lækna. Önnur svið Landsspítalans halda enn mönnun sinni vegna betri vinnuaðstöðu. Lyflæknasviðið er stór bolti og er kominn á fleygiferð og gæti tekið allt með sér ef ekki er brugðist við.

Það sem setur stjórnendur og ráðamenn í mestan vanda er sú staðreynd að læknar eiga þess kost að starfa erlendis á betri kjörum. Allir vilja skapa sér og sínum sem best lífsskilyrði, telja það jafnvel skyldu sína, og kjósa því að vinna ekki á Íslandi.

Betri laun, minni læknaskortur, minna vinnuálag, meiri tími fyrir kennslu unglækna og meiri gleði.

Þessi staða Landspítalans, að verða undir í samkeppnisumhverfi, er framandi fyrir stjórnendur og ráðamenn. Ef Landspítalinn á ekki að skaðast alvarlega til framtíðar verða þeir sem bera ábyrgð að vakna og grípa til aðgerða. Að ákveða að bæta ekki launakjör lækna með þeim rökum að ekki séu til fjármunir er um leið viðurkenning og ákvörðun að Íslendingar hafi ekki efni á sambærilegri þjónustu og þau lönd sem við höfum hingað til borið okkur saman við. Kannski er það svo og þá skiptir það máli að sú afstaða komi skýrt fram sem fyrst. Margir aðrir en læknar munu þá íhuga hvar best er að búa m.t.t. gæða heilbrigðiskerfisins. Þá fyrst hafa menn fengið hlerann í hausinn.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur