Föstudagur 22.11.2013 - 19:56 - FB ummæli ()

Upprunamerking peninga

Það var til umræðu um daginn aðferð til að leysa skuldavanda heimilanna. Umræðan fór fram í þingnefnd með fulltrúm Seðlabanka Íslands, bankinn sem setti vextina sína afturábak á skuldir almennings um árið. Þeir sögðu að stofnun leiðréttingasjóðs hjá Seðlabankanum jafngilti seðlaprentun og buðust til að stafa ofaní okkur hverjar afleiðingarnar yrðu.

Við búum við stöðuga seðlaprentun af hálfu einkabankanna sem hefur verðtrygginguna/bólguna sem sérstakan Katalísator til að vélin gangi extra vel. Þannig að við erum öllu vön. Þess vegna ætti það ekki að skipta máli hver býr til þessa peninga, áhrif þeirra yrðu eins, eða hvað. Samkvæmt Seðlabankanum færi Ísland beinustu leið í ruslflokk hjá alþjóðlegum matsfyrirtækjum ef Seðlabanki Íslands myndi dirfast að prenta peninga. Ég er ekki grunlaus um að menn hafi fölnað samtímis og þeir sögðu frá þessu.

Það rifjaðist upp fyrir mér fréttaskot sem ég sá á netinu í tengslum við að alþjóðasamfélagið gekk á milli bols og höfuðs á Gaddafi heitnum. Hann var með seðlabanka sem bjó til peninga fyrir hann og hann ætlaði meira að segja að búa til nýjan afrískan gjaldmiðil, gull dínarinn. Allir sem vildu kaupa olíu af honum áttu að nota gull dínar en ekki dollara.

Ekki skrítið að þeir fölni í Seðlabankanum  en Sigmundur Davíð mun vonandi sýna það að hann er engin gunga.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur