Laugardagur 08.02.2014 - 01:54 - FB ummæli ()

Öryrkjar eða sægreifar

Síminn hringdi heima hjá mér og kona, öryrki, einstæð móðir var á línunni. Ekki ein einasta króna til og það er bara sjöundi febrúar. Hvert leita ég og hvar fæ ég hjálp?

Konan mín ætlar að svara henni á morgun ef hún finnur merki um brauðmolahagfræðina í samfélagi okkar.

Samkvæmt nýlegri rannsókn Háskóla Íslands finnst öryrkjum að staða þeirra mætti vera betri. Samkvæmt nýsamþykktum lögum frá Alþingi að frumkvæði Ríkisendurskoðunar er þessi skoðun þeirra dregin í efa að einhverju marki. Sumir eru að nýta sér kerfið án réttinda að mati Ríkisendurskoðunar. Samkvæmt því þá ræna bótaþegar frá okkur hinum þremur milljörðum.

Hagnaður Brims var næstum 4 milljarðar árið 2012 við nýtingu á auðlind okkar.

Hvers vegna finnst meirihluta Alþingis að það sé meiri pening að fá frá öryrkjum en sægreifum?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur