Mánudagur 10.02.2014 - 20:33 - FB ummæli ()

Icesave og aðrar bankabækur

Icesave dúkkaði upp aftur í fréttum dag. Nú vilja Hollendingar og Bretar sækja fé í Tryggingasjóð innustæðueigenda á Íslandi. Ég tel að grundvallarmisskilningur sé hér á ferðinni og kemur hann meðal annars fram í nafni sjóðsins hér á landi. Þessi misskilningur er reyndar ekkert sér íslenskur heldur alþjóðlegur.

Hefðbundnar bankabækur sem almenningur notar hjá bönkum kallast innlánsreikningar á íslensku. Þegar við leggjum peningana okkar inná bankabók í banka erum við að lána bankanum peningana okkar sbr. nafnið ”innlánsreikningur”. Upphæðin sem við sjáum í heimabankanum okkar er loforð bankans um að endurgreiða okkur lánið. Við fáum smá vexti hjá bankanum fyrir ómakið. Við erum þess vegna lánadrottnar í þessum viðskiptum og vorum fjármagnseigendur. Ef þú lánar einhverjum peningana þína þá hefur lántakandinn(þ.e. bankinn) fulla heimild til að nota peninga í það sem honum dettur til hugar. Þess vegna eru engir peningar inná bankabókinni þinni eingöngu loforð bankans um endurgreiðslu. Það er ekki hefð fyrir því að skattgreiðendur tryggi lánasamninga einkaaðila og á ekki heldur að vera í fyrrnefndum lánaviðskiptum milli banka og almennings.

Mun eðlilegra væri að lánendur bankanna leituðu til tryggingafélaga vegna lána sinna til bankanna. Vandamálið yrðu sennilega iðgjöldin því tryggingafélag myndi sjálfsagt kanna ferilskrá banka:

1637, 1720, 1772, 1792, 1796, 1813, 1819, 1825, 1837, 1847, 1857, 1866, 1873, 1884, 1890, 1893, 1896, 1901, 1907, 1910, 1929, 1973, 1980, 1983, 1987, 1989, 1990, 1992, 1994, 1997, 1998, 2001 og 2007.

Þetta eru helstu ártölin yfir bankakreppur og margar fleiri minni gerðust sem eru ekki taldar upp. Tel mjög ósennilegt að tryggingafélög vildu tryggja innlánsreikningana okkar nema fyrir himinhá iðgjöld. Að stuðla að því að hafa einhverskonar tryggingu á innlánum eins og stefnan er í mörgum löndum er eingöngu til að gefa almenningi falskt öryggi og bönkunum ábyrgðarleysi samanber íslensku bankakreppuna 2008.

Tvennt er augljóst að lánaviðskipti okkar til bankanna eru mjög ótrygg og hitt að bankar virðast hafa mjög sterka tilhneigingu til að valda kreppum. Lánar maður slíkum aðilum? Hvað er til ráða?

 

Bankakreppur:

BankingCrises.svg

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur