Færslur fyrir mars, 2014

Laugardagur 29.03 2014 - 00:36

Hreppaflutningar

Útgerðarfyrirtækið Vísir leggur niður fiskvinnslu á Húsavík, Þingeyri og Djúpavogi. Starfsfólki var tilkynnt það í dag. Tugir einstaklinga munu missa vinnuna og þurfa að endurskipuleggja líf sitt frá grunni. Flytja ”suður” og skilja eftir óseljanlegar eignir og lífið sem það hafði kosið sér ”úti á landi”. Hagræðingunum er nokk sama, sveigjanleiki og samkeppnishæfni eru orð […]

Þriðjudagur 25.03 2014 - 23:13

Bara eitt skot í byssunni

Það var eins og tónninn breyttist í umfjöllun um gjaldeyrishöftin þegar ný ríkisstjórn tók við. Áður var þetta fjarlægt en núna er afnám haftanna frekar á næsta leyti. Síðan þegar Össur er farinn að hotta á klárinn og vill að hlutirnir gangi hraðar fyrir sig þá fer maður að velta ýmsu fyrir sér. Er rúmur […]

Mánudagur 24.03 2014 - 20:29

Að skrifa og lesa

Núna eru framhaldskólakennarar komnir í verkfall. Háskólakennarar eru að undirbúa verkfall. Grunnskólakennarar eru með lausa samninga. Málið er mér skylt því ég er kvæntur kennara og móðir mín var kennari. Hef upplifað kennaraverkföll áður og sterkustu minningarnar eru lagasetning á kennara og þeir þvingaðir úr verkfalli og í vinnuna aftur. Annað sem kemur upp í […]

Laugardagur 22.03 2014 - 01:43

Baráttan um brauðið

Pólitísk umræða á Íslandi er frekar sorgleg í dag. Stórir hópar fólks mæta á hverjum laugardegi og mótmæla sviknum kosningaloforðum núverandi stjórnarmeirihluta. Það er gott og blessað, í raun virðingaverð viðleitni í ástundun lýðræðis af hálfu almennings. Á því hefur verið mikill skortur lengi og í raun einkennt íslenskt lýðræði fyrir utan smá gos 2008. […]

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur