Mánudagur 24.03.2014 - 20:29 - FB ummæli ()

Að skrifa og lesa

Núna eru framhaldskólakennarar komnir í verkfall. Háskólakennarar eru að undirbúa verkfall. Grunnskólakennarar eru með lausa samninga. Málið er mér skylt því ég er kvæntur kennara og móðir mín var kennari. Hef upplifað kennaraverkföll áður og sterkustu minningarnar eru lagasetning á kennara og þeir þvingaðir úr verkfalli og í vinnuna aftur. Annað sem kemur upp í hugann er umræðan um hversu litla vinnu kennarar þyrftu að leggja fram fyrir kaupinu sínu því þeir væru meira og minna í fríum og ynnu bara hálfan daginn. Þannig séð væru þeir með mjög hátt tímakaup. Verkfall kennara var einnig talið valda miklum skaða eins og erfiðleikum við barnapössun fyrir vinnandi fólk. Auk þess þegar litið er til heildaráhrifa kröfugerðar kennara þá muni hún ógna efnahagsstöðuleika þjóðarbússins.

Kennarar hafa verið vanmetnir í áratugi þegar kemur að launum. Stundum hefur maður fengið á tilfinninguna að þjóðfélagið hafi sammælst um að halda kostnaði við kennslu í lágmarki til að spara og þá verði kannski meira til í önnur verkefni. Það mun verða mjög spennandi að fylgjast með kjaradeilu kennara núna og sjá hvort við metum þá að verðleikum.

Að minnsta kosti er það á ábyrgð kennarastéttarinnar að bæði get ég bloggað og að þú getur lesið bloggið mitt…

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur