Laugardagur 29.03.2014 - 00:36 - FB ummæli ()

Hreppaflutningar

Útgerðarfyrirtækið Vísir leggur niður fiskvinnslu á Húsavík, Þingeyri og Djúpavogi. Starfsfólki var tilkynnt það í dag. Tugir einstaklinga munu missa vinnuna og þurfa að endurskipuleggja líf sitt frá grunni. Flytja ”suður” og skilja eftir óseljanlegar eignir og lífið sem það hafði kosið sér ”úti á landi”.

Hagræðingunum er nokk sama, sveigjanleiki og samkeppnishæfni eru orð dagsins, þ.e. hámarks gróði fyrir aðalinn.

Við kusum þetta yfir okkur, ekki bara síðast heldur höfum við kosið þessa vitleysu yfir okkur margendurtekið. Fjórflokkurinn hefur fyrir löngu, allir meðtaldir-líka Steingrímur og Jóhanna-selt sálu sína til útgerðarauðvaldsins sem er öflugasta auðvald Íslands. Öll pólitísk öfl sem reynt hafa að spyrna við fæti hafa hlotið verra af og það veit fjórflokkurinn. Þess vegna hafa þeir verið hlýðnir auðvaldinu og samþykkt kröfur þeirra. Ein megin forsenda fyrir tilvist fjórflokksins fjárhagslega er að trufla ekki hagræðingu innan sjávarútvegsins og þar með samþykkt gróða til handa fáum útvöldum geymdum í skattaskjólum.

Íslensk pólitík virðist snúast um að selja sig réttum aðilum og samtímis selja kjósendum einfaldar hugmyndir til lausna án þess að hagga forréttindum kaupenda flokkanna.

Grunnhugmyndafræði kvótagreifanna er útvarpað gegnum Hafrannsóknarstofnun sem segir að fiskarnir séu allt of fáir í sjónum til að leyfa nokkrum öðrum að veiða þá nema kvótagreifunum.

Forsenda þess að elítan komist upp með heilaþvott af þessu tagi er að almenningur stundar ekki gagnrýna hugsun né véfengi eða mótmæli vitleysunni. Sjálfsagt er ástæðan fyrir því hversu auðvelt er að sannfæra landann í dag um kenningar Hafró sú að flestir Íslendingar hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að borða þegar þeir borða hrogn eða kavíar.

Að enginn lyftir litla putta til að stöðva hreppaflutning fólks í þágu kvótagreifanna er merki þess að við höfum öll selt okkur hugmyndafræði kvótaauðvaldsins.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur