Miðvikudagur 30.04.2014 - 19:50 - FB ummæli ()

1 maí, hvar liggja völdin

Verkalýðsbaráttan hefur fært okkur töluverð réttindi. Ef þau eiga ekki að glutrast niður þarf töluverða vakningu hjá almenningi og mikla baráttu. Á Íslandi og víðar í Evrópu höfum við lært að það skiptir ekki máli hvort við höfum hægri eða vinstri ríkisstjórn. Það er alltaf sama uppskriftin notuð. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bjargaði fjármálafyrirtækjunum á Íslandi og fórnaði hag almennings. Lang flestir besservisserar töldu það einu færu leiðina(”there is no alternative, TINA”) og vinstri stjórnin kokgleypti það án þess að hiksta. Sömu sögu er að segja frá mörgum öðrum löndum Evrópu og þar hefur Seðlabanki Evrópu, AGS og framkvæmdavald ESB varið stöðu fjármalavaldsins miskunnarlaust. ASÍ hefur stutt þá stefnu á Íslandi en verkalýðsfélög erlendis sem hafa mótmælt hafa fengið lögregluna í fangið(Gúttóslagurinn).

Þar sem fjármálavaldið fær allt sitt á silfurfati frá stjórnmálamönnum þá liggur valdið augljóslega hjá fjármálavaldinu en ekki hjá pólitíkinni. Mikilsverðir stjórnmálamenn hafa vitnað um áhrifaleysi sitt gagnvart fjármálavaldinu. Fjármálavaldið á heima fyrst og fremst í bönkunum. Þess vegna er það nokkuð ljóst að þeir stjórna.

Vald bankanna liggur í því að þeir búa til peningana sem við notum. Ríkisstjórnir, sveitafélög, fyrirtæki og einstaklingar þurfa peninga og þeir fást eingöngu hjá einkabönkum og viðlika fyrirtækjum. Þessi einkafyrirtæki búa til peninga úr engu og hafa einkaleyfi á því. Þeir sem hafa haldið þessu fram hingað til hafa verið litnir hornauga og alls ekki mainstream. Núna hefur Martin Wolf dálkahöfundur á Financial Times bæst í hóp þeirra sem gagnrýna núverandi kerfi. Allt í einu er þessi umræða orðin mainstream umræða og hans niðurstaða er sú að valdið til að búa til peninga skuli tekið af einkafyrirtækjum og flutt til hins opinbera þar sem það á heima.

Eitt er ljóst að ef valdið til að búa til peninga verður flutt til hins opinbera frá bönkunum þá munu bankarnir hafa svipuð völd í þjóðfélaginu eins og hvert annað einkafyrirtæki. Þar með er valdið til að stjórna aftur komið heim og þá mun pólitíkin hafa eitthvað að segja til um framvinduna í þjóðélagi okkar. Þá fyrst fer pólitíkin að skipta máli því þá mun fólk kjósa stjórnmálamenn sem hafa einhver völd til að breyta.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur