Færslur fyrir maí, 2014

Miðvikudagur 28.05 2014 - 23:34

Pyttur Framsóknarflokksins

Þegar Framsóknarflokkurinn ákvað að nota moskumálið til að afla sér atkvæða þá opnaðist forarpyttur í íslensku samfélagi. Fram hafa stigið menn og konur sem fullyrða að trúin á Kóraninn valdi hörmungum og dauða saklausra einstaklinga. Þess vegna verði að hefta framrás Islam með öllum tiltækum ráðum og þar með að hindra byggingu mosku í Reykjavík. […]

Þriðjudagur 27.05 2014 - 23:24

Lýðræðið okkar

Í kosningabaráttunni heyrir maður í mörgum kjósendum. Það er hópur einstaklinga sem ætlar ekki að kjósa á laugardaginn. Þessir kjósendur hafa gefist upp á fulltrúalýðræðinu. Þeim finnst ekki skipta máli hvern þeir kjósa því allir svíkja kosningaloforðin. Oft vitnað í landsmálin og að núverandi ríkisstjórn hafi þegar svikið ýmis loforð. Ekki hefur útspil Framsóknar aukið […]

Sunnudagur 25.05 2014 - 22:06

Að bera harm sinn í hljóði…

Sem sannur karlmaður og víkingur á maður að bera harm sinn í hljóði en núna get ég ekki orða bundist. Við búum í samfélagi sem á að stjórnast af lýðræðislegum og jafnréttis gildum en því fer fjarri. Hér ræður hnefarétturinn. Það eru all nokkrar líkur á því að þú hafir ekki heyrt um okkur í […]

Þriðjudagur 20.05 2014 - 23:03

Borgarbankinn

Þegar frambjóðendur okkar í Dögun hafa verið á ferðinni og rætt við fólk hefur það komið í ljós að fólki finnst hugmynd okkar um Borgarbanka mjög góð. Það er mikill samhljómur meðal þeirra sem rætt hefur verið við að hagnaðurinn eigi frekar að fara til almennings en fárra útvaldra. Hugmyndin er ekki flókin en hún […]

Sunnudagur 18.05 2014 - 00:07

Réttlæti

Rauði kross Íslands kynnti núna rannsókn á þeim í samfélagi okkar sem eru félagslega berskjaldaðir eða það sem oft er kallað fátækt. Fátækt hefur aldrei verið vinsælt umræðuefni á Íslandi en hefur þó komist meira í umræðuna í seinni tíð, aðalega vegna aukinna rannsókna. Menn geta ekki neitað tilvist fátæktar í dag. Að fátækt sé […]

Laugardagur 10.05 2014 - 18:30

Valdið til fólksins

Baráttan um brauðið hefur lítið breyst í áranna rás. Atvinnulausir verkamenn reyndu að framfleyta sér með stopulli hafnarvinnu í kreppunni miklu. Litlar sem engar bætur fyrir atvinnumissi, sjúkdóma eða slys. Fátækir og heimilislausir í Reykjavík voru til staðar í den. Þá var horft framhjá þeim og skýringin var að um sjálfskaparvíti væri ræða. Þessi hópur […]

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur