Sunnudagur 25.05.2014 - 22:06 - FB ummæli ()

Að bera harm sinn í hljóði…

Sem sannur karlmaður og víkingur á maður að bera harm sinn í hljóði en núna get ég ekki orða bundist. Við búum í samfélagi sem á að stjórnast af lýðræðislegum og jafnréttis gildum en því fer fjarri. Hér ræður hnefarétturinn.
Það eru all nokkrar líkur á því að þú hafir ekki heyrt um okkur í Dögun vegna þöggunar í samfélaginu. Við erum stjórnmálaflokkur sem er að bjóða sig fram í sveitastjórnarkosningunum í Reykjavík ,Akureyri og Kópavogi. Endurtekið hefir verið gengið fram hjá okkur þannig að þú hefur sjálfsagt ekkert frétt af okkur.
Fréttablaðið hefur haft heilsíðu umfjöllun um mismunandi málaflokka í borgarmálum. Aldrei er minnst á Dögun en hinir flokkarnir komast að með mynd og merki. Lesendur Fréttablaðsins vita ekki einu sinni að við erum til. Smartland Mörtu á Morgunblaðinu bauð oddvitunum í Reykjavík í róðrakeppni á líkamsræktunarstöð en ekki oddvita Dögunar. Nokkra fundi og pallborð hefur okkur ekki verið boðið á.
Sjálfsagt þúsund afsakanir hjá viðkomandi aðilum en hvar er lýðræðisástin í miðri lýðræðisveislunni. Hvar eru öll stóru orðin hjá hinum oddvitunum um lýðræðisást sína þegar þeir uppgötva að Dögun hefur ekki verið boðið. Er þeim sama, er okkur öllum sama eða er það bara svo næs að fylgja” FREKA KALLINUM” hugsunarlaust. Hvernig á maður að stunda pólitík á Íslandi ef fjölmiðlaveldin dissa mann?
Er ekki kominn tími á lagasetningu sem skyldar alla til fulls jafnréttis gagnvart öllum framboðum og að banna skoðanakannanir nokkrum vikum fyrir kosningar.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur