Miðvikudagur 28.05.2014 - 23:34 - FB ummæli ()

Pyttur Framsóknarflokksins

Þegar Framsóknarflokkurinn ákvað að nota moskumálið til að afla sér atkvæða þá opnaðist forarpyttur í íslensku samfélagi. Fram hafa stigið menn og konur sem fullyrða að trúin á Kóraninn valdi hörmungum og dauða saklausra einstaklinga. Þess vegna verði að hefta framrás Islam með öllum tiltækum ráðum og þar með að hindra byggingu mosku í Reykjavík. Guðrún Bryndís fyrrverandi innanbúðarmanneskja í Framsókn lýsir því vel hvernig Framsóknarflokkurinn er í heilögu stríði gegn þeim sem trúa á Kóraninn á Íslandi.
Hinir kristnu Vesturlandabúar eru svo penir að þeir nota ómönnuð flugför-dróna-til að drepa andstæðinga sína um víða veröld. Aðallega er um að ræða Araba í Pakistan, Afganistan og Jemen. Einhverjir tugir eru myrtir daglega og er það allt saklaust fólk. Ef það er eitthvað sem býr til hryðjuverkamenn þá eru það þessi morð. Eru þessi morð vegna kristinnar trúar? Innrásin á Líbýu með NATO í broddi fylkingar myrti þúsundir saklausra borgara og lagði landið nánast í rúst. Er það vegna kristinnar trúar?
Eigum við þá ekki að bannfæra allar kirkjur á Íslandi og jafna þær við jörðu?
Bændaflokkurinn Framsókn virðist njóta þess að velta sér upp úr þessum forarpytti rasískra skoðana eins og ónefnd dýrategund. Það er mál að linni og að fjölgun þeirra verði hamin. Það geta bara kjósendur á kjördag gert, ódeyft.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur